Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Qupperneq 159
157
1964
Oxyderandi máttur þessarar upplausnar er mældur með 0.01N natri-
umthiosulfat upplausn, þannig að 3 ml af kromatupplausninni er þynnt
með um 25 ml af vatni, síðan er bætt í 1 ml af 10% kalium jodid upp-
lausn, og myndast þá frítt joð svarandi til oxydationsgetu dikromats-
ins. Magn fría joðsins er fundið með O.OlN-natriumthiosulfat titra-
tion og sterkjuupplausn notuð sem indikator.
Alkóhólmælingin fer fram á þann hátt, að í botninn á víðu tilrauna-
glasi er látinn uppvafningur úr filtrerpappír og hann síðan látinn
drekka í sig y2 ml af blóðinu, sem á að rannsaka. Ofan á uppvafninginn
er nú látið smáglas með 3 ml af dikromat upplausn í, og því næst er
tilraunaglasinu vandlega lokað með gúmmítappa.
Annað tilraunaglas er útbúið á sama hátt, nema í stað blóðsins er
látinn y2 ml af aq.d. í filtrerpappírinn, og er þetta nefnt blindprufa.
Bæði tilraunaglösin eru síðan höfð í sjóðandi vatnsbaði í eina klukku-
stund til þess að eima rokgjörn efni eins og alkóhól yfir í dikromat-
upplausnina, sem þá reducerast, að því skapi sem alkóhólið er mikið,
en oxyderandi máttur hennar þverrar tilsvarandi. Hve miklu það
nemur, er mælt með thiosulfat titration á dikromatupplausnunum úr
báðum tilraunaglösunum á þann hátt, sem að ofan er lýst, og draga
titrationstölu blóðsins frá gildi blindprufunnar.
Með því að rannsaka alkóhólupplausnir af þekktum styrkleika hefur
fundizt, að y2 ml af 1%0 upplausn reducerar dikromatupplausnina, sem
samsvarar 4,36 ml af 0,01N-natrium-thiosulfatupplausn, og út frá
því er reiknað út, hve mikið alkóhólmagn hafi verið í blóðinu.
Að lokum vil ég vekja athygli á því, að aðferð sú, er hér hefur verið
lýst, mælir ekki eingöngu alkóhólið í blóðinu, heldur heildarmagn
rokgjarnra, reducerandi efna í því. 1 blóði heilbrigðra manna er aðeins
óverulegt magn af rokgjörnum, reducerandi efnum (um 0.03%o), sem
enga raunhæfa þýðingu hafa fyrir ölvunarmál, en við nokkra sjúk-
dóma, s. s. sykursýki og lifrarskemmdir, geta reducerandi efni aukizt
svo mjög í blóðinu, að þau hafi verulega þýðingu fyrir mat á alkóhól-
Wagni í því“.
Bréf hæstaréttarlögmannsins, dags. 30. ágúst 1965, sem prófessor
Jón Steffensen vitnar til, liggur ekki frammi í málinu.
Á bæjarþingi Reykjavíkur 8. apríl 1965 voru þeir prófessor Davíð
Davíðsson og Þorkell Jóhannesson, læknir í Reykjavík, dómkvaddir
eftir ósk lögmanns stefnda, Kristjáns Eiríkssonar hrl., til að svara
eftirfarandi spurningum:
>»a. Er það réttmæt ályktun af hendi lögmanns sóknaraðila, að áfengis-
magn það, 2,4 pro mille, er um getur í fyrrgreindri krufningar-
skýrslu Níelsar Dungals, verði dregið í efa?
b. Er það réttmæt ályktun, að blóð tekið úr líki, er legið hefur í vatni
í ca 3 sólarhringa, gefi aðra svörun við reducerandi efnum en blóð
tekið úr lifandi manni? Ef svo er, hver er þá munurinn?