Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Side 163
— 161
1964
dánarorsakir, sérstaklega að því er varðar undanfarandi orsakir?
Ef svo er ekki, óskast sérstök ákvörðun læknaráðs.
3. Telur læknaráð, að rannsóknir Jóns Steffensen prófessors skv. dskj.
nr. 22 og 23 á blóðsýnishorni því, er þar um ræðir, sýni örugglega
innihald þess af vínanda (etýl-alkóhóli) ?
4. Fellst læknaráð á álit Davíðs Davíðssonar prófessors, álit Þorkels
Jóhannessonar læknis eða hvorugt?
Ef læknaráð fellst á hvorugt álita þessara, er óskað umsagnar
læknaráðs um atriði þau, er þar koma fram.
5. Telur læknaráð, að við athugun á gögnum málsins verði fullyrt um,
hvort G. heitinn J-son var ölvaður, er hann lézt, og ef svo verður
talið, þá að hve miklu marki ?
6. Álit læknaráðs um önnur þau atriði, sem fram koma í skjölum
málsins, er það telur hér máli skipta.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1. Læknaráð fellst á þá ályktun prófessors Níelsar Dungal, að
dánarorsök G. J-sonar hafi verið drukknun, en telur, að ekki
verði fullyrt um, hversu ölvaður hann hafi verið, er hann lézt.
Ad 2. Með vísan til liðs 1 fellst læknaráð á, að dánarorsökin hafi
verið drukknun. Hins vegar verður ekkert fullyrt um, hvort eða
hve mikinn þátt ölvun G. heitins hafi átt í dauða hans.
Ad 3. Eins og fram kemur í bréfi prófessors Jóns Steffensen, dag-
settu 3. september 1965, mælir aðferð sú, er hann notar við
ákvörðun alkóhóls í blóði, „ekki eingöngu alkóhólið í blóðinu,
heldur heildarmagn rokgjarnra, reducerandi efna í því“ — „en
við nokkra sjúkdóma, svo sem sykursýki og lifrarskemmdir
geta reducerandi efni aukizt svo mjög í blóðinu, að þau hafi
verulega þýðingu við mat á alkóhólmagni í því“.
1 líkum, einkum þeim, sem legið hafa í vatni og farin eru að
rotna, má einnig búast við auknu magni af reducerandi efnum.
Ad 4. Læknaráð fellst á álit Þorkels Jóhannessonar læknis.
Ad 5. Af gögnum málsins má ráða, að G. heitinn hafi verið undir
áhrifum áfengis, er hann lézt, sbr. hér að framan.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar. dags. 5. desember
1966, staðfest af forseta og ritara 23. desember s. á. sem álitsgerð og
úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
21