Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 15
1.3 Atvinnuhættir
Eitt helsta grundvallaratriði í velferð manna er að hafa öruggt lífsviðurværi. Atvinna
er nauðsynleg forsenda andlegs og líkamlegs heilbrigðis. Þegar þessu
grundvallarskilyrði um atvinnu er fullnægt ber að líta á hvort og hvemig mismunandi
störf hafa áhrif á heilsufar.
Eftirfarandi tafla er byggð á vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og sýnir skiptingu
starfandi fólks eftir starfsgreinum.
Tafia 1.2 Hlutfallsleg skipting starfandi fólks eftir starfsgreinum og kyni 1994
Alls Karlar Konur
Stjómendur og embættismenn 8.5 11,8 4,8
Sérfræðingar 12,5 12,2 12,9
Sérmenntað starfsfólk 12,2 9,5 15,3
Skrifstofufólk 9,1 2,7 16,5
Þjónustu og verslunarfólk 17,3 10,3 25,3
Bændur og fiskimenn 7,3 10,8 3,3
Iðnaðarmenn 17,5 24,8 9,2
Véla- og vélgæslufólk 8,0 13,3 2,0
Ósérhæft starfsfólk 7,4 4,5 10,6
Alls 100,0 100,0 100,0
Heimild: Hagstofa íslands, Landshagir 1995, bls. 79.
Rannsóknir á ákveðnum sjúkdómum renna stoðum undir samspil heilsu og atvinnu.
Ýmis atriði sem snerta heilsufar, s.s. streita og vinnuaðstaða er mismunandi eftir
starfsgreinum.
1.3.1 Atvinnuleysi
Atvinnuleysi og þá sérstaklega langtímaatvinnuleysi tengist mjög líklega beint eða
óbeint ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Þannig er t.d. atvinnuleysi eitt af því sem
einkennir unga vímuefnaneytendur (Landlæknisembættið 1992 a), bls. 42).
Árið 1980 var meðalfjöldi atvinnulausra 331 eða 0,3% af heildarmannafla. Árið
1994 var meðalfjöldi atvinnulausra 7.166 eða 4,7% af heildarmannafla og hafði
atvinnuleysi aukist um 2,9% síðan 1990. Það eru að jafnaði fleiri atvinnulausir á vetrum
en færri um sumar og haust (tafla 1.3).
Atvinnuleysi hefur greinilega aukist á síðustu árum og fer ennþá vaxandi.
11