Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 68
var tíð neysla hins vegar algengari því eldri sem þeir voru. Meðal elstu piltanna var
neyslan tíð hjá 8,6% hópsins (Þorvaldur Ömólfsson, 1994, bls. 24).
Könnun Rannsóknarstofnunar í uppeldis- og menntamálum meðal framhalds-
skólanema 1992 og 1994 sýnir einnig aukningu á reykingum pilta. Daglegar reykingar
pilta jukust um rúmlega 2% milli áranna en reykingar stúlkna jukust aðeins um tæplega
0,5%. (Ingibjörg Kaldalóns, Þórdís J. Sigurðardóttir og Þóroddur Bjamason, 1994, bls.
2-3).
5.8 Áfengis- og vímuefnavarnir
Samkvæmt sölutölum ÁTVR var fram til ársins 1989 minna selt af áfengi á hvem
íbúa á íslandi en á öðmm Norðurlöndum. Nú er áfengissala á íbúa svipuð á íslandi og í
Noregi en salan er talsvert minni í þessum tveimur löndum en á öðmm Norðurlöndum
(NOMESKO, 1996, bls 91).
Tafia 5.4 Áfengisneysla 1991-1994
Lítrar af hreinum vínanada
Áfengissala 1000 Irtrar Lrtrar á íbúa 15 ára og eldri á íbúa 15 ára og eldri
Ar Bjór 1) Vín Sterkt Bjór Vín Sterkt Bjór Vín Sterkt Alls
1984 207 1887 1333 1,18 10,71 7,57 4,51
1985 356 1754 1411 2,00 9,85 7,92 4,41
1986 317 1673 1541 1,76 9,28 8,55 4,58
1987 439 1672 1611 2,40 9,13 8,80 4,73
1988 504 1525 1702 2,70 8,16 9,11 4,60
1989 6947 1169 1383 36,67 6,17 7,30 1,90 0,76 2,85 5,52
1990 6472 1174 1349 33,85 6,14 7,05 1,73 0,76 2,75 5,24
1991 6043 1260 1372 31,20 6,49 7,07 1,58 0,80 2,76 5,14
1992 5606 1271 1254 28,55 6,48 6,39 1,45 0,79 2,49 4,73
1993 5864 1251 1127 29,58 6,31 5,68 1,49 0,76 2,20 4,45
1994 7256 1299 1046 36,23 6,49 5,22 1,81 0,78 2,02 4,61
1) Tölurársins 1980-1988 tilgreina framleiddan bjóren frá og með 1. mars 1989, þegarsala áfengs bjórs varheimiluð,
eru sölutölur Á TVR fyrir bjór tilgreindar.
Heimild: Landshagir 1996. Hagstofa íslands 1996, bls. 184.
í ofangreindum tölum um sölu á áfengi er ekki tekið tillit til þess magns af áfengi
sem áhafnir skipa og flugvéla koma með og það magn sem ferðamenn hafa meðferðis.
Heimabruggað áfengi er að sjálfsögðu einnig undanskilið.
Ólögleg vímuefnaneysla varð fyrst vandamál á Islandi um 1970. Síðan hefur
ólöglegur vímuefnamarkaður styrkst og sett verulegan svip á íslenskt samfélag (SÁA
1994, bls. 26-27).
64