Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 35
Ónæmisaðgerðir meðal fullorðinna á íslandi
Ónæmisaðaerð Hve oft ?Hveriir ?
•nflúenza Áriega Allir eldri en 60 ára. Einnig öll böm og
fullorðnir, sem þjást af langvinnum hjarta-
lungna-, nýrna-, og lifrarsjúkdómum, sykursýki,
illkynja og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
Lifrarbólga A Allir þeir, sem hyggja á ferðalög til landa, þar
sem sjúkdómurinn er landlægur.
Samkynhneigðir karlar. Fíkniefnaneytendur.
Lifrarbólga B Á 5-10 ára fresti Heilbrigðisstarfsfólk, sem vinnur með blóð og blóðhluta, fólk í blóðskilun, fólk er þarf mjög tíðra blóðgjafa við, samkynhneigðir karlar, sprautuefnafíklar og fólk í sambýli með sjúklingum með lifrarbólgu B.
Mislingar Allir, sem ekki hafa verið bólusettir (reglulegar almennar bólusetningar hófust 1976) og allir, sem ekki hafa með vissu fengið mislinga.
Mænusótt Á10 ára fresti Allir. Sérstaklega er æskilegt að huga að bólusetningu fyrir utanlandsferðir.
Pneumókokkasýkingar (lungnabólgubakteríur) Á10 ára fresti (á 5 ára fresti hjá fólki með ónæmisbælandi sjúkdóma) Allir eldri en 60 ára. Einnig fólk á öllum aldri sem er án milta vegna sjúkdóms eða slyss, og allir þeir sem þjást af langvinnum lungna-, hjarta-, nýma- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, áfengissýki, illkynja og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum (þ.m.t. HIV sýkingu).
Stífkrampi og barnaveiki (dt) Á10 ára fresti Allir. Sérstaklega ber að huga að bólusetningu
ef óhreinindi komast í sár eða ef ætlunin er að
ferðast til vanþróaðra landa eða til svæða þar
sem bamaveiki er landlæg.
Farsóttanefnd ríkisins, október 1994.
Á árinu 1994 var endurbólusetning með MMR flutt til níu ára aldurs vegna beiðni frá
heilsugæslulæknum. Sex ára aldurinn hentaði illa skipulagi þeirra á heilsuvemd bama á
þessu aldursbili. Að mati Farsóttanefndar ríkisins hentaði níu ára aldurinn jafn vel til
endurbólusetningar og sex ára aldurinn (sama heimild, bls. 13).
Á árinu 1994 vom samþykktar ákveðnar vinnureglur um sóttvamaeftirlit með
útlendingum, bæði þeim sem leita til landsins vegna atvinnu og nýbúa (sama heimild,
bls. 14).
31