Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 80
Heildarfjöldi setinna staða á heilsugæslustöðvum hefur aukist jafnt og þétt frá 1989.
Fjölgunin nemur 79 stöðugildum eða 16%. Stöðum hjúkrunarfræðinga hefur fjölgað
mest eða um 15%, en á móti kemur að Ijósmæðrum hefur fækkað.
6.3.5 Veikindafjarvistir starfsfólks sjúkrahúsa
Landlæknisemættið kannaði veikindafjarvistir heilbrigðisstarfsfólks á sjúkrahúsum í
Reykjavík og bar saman fjarvistir á árunum 1991-1994. Þegar skoðaðar eru
veikindafjarvistir er algengast að líta á heilar stofnanir en skoða ekki starfshópa og
fjarvistir á einstökum deildum. í heild virðast litlar breytingar á fjarvistum, en þegar
einstakar deildir og starfshópar eru skoðaðir kemur fram að veikindafjarvistir eru meiri
á bráðadeildum en almennum legudeildum og mesta aukningin á fjarvistum er hjá
hjúkrunarfræðingum, röntgentæknum, meinatæknum og ræstingafólki. Meðalfjarvistir
hjúkrunarfræðinga á sumum deildum eru 25-30 dagar á ári. Sú spuming vaknar hvort
auknar fjarvistir séu afleiðingar aukins vinnuálags þessara starfshópa (Annus Medicus,
1994).
6.3.6 Kjaradeilur
Þann 5. apríl 1994 fóru meinatæknar í verkfall sem náði til 230 meinatækna og stóð í
7 vikur. Verkfall sjúkraliða hófst 10. nóvember sama ár og stóð það til 30. desember.
Þetta var sérstaklega slæmt þar sem verkfall meinatækna hafði vorið áður lamað
heilbrigðisþjónustuna að verulegu leyti.
6.4 Kostnaður við heilbrigðisþjónustu
í tölum Þjóðhagsstofnunar 1993-1994 kemur fram að útgjöld hins opinbera til
heilbrigðismála vom um 29,7 milljarðar króna á árinu 1994, en 27,9 milljarðar króna á
árinu 1991. Sé tekið tillit til verðlagsbreytinga og fjölgunar þjóðarinnar má sjá að
heilbrigðisútgjöld hins opinbera á mann hafa lækkað úr 146,7 þúsund krónum 1991 í
135,0 þúsund krónur árið 1994 eða um 7,9%. Hlutfall opinberra heilbrigðisútgjalda af
vergri landsframleiðslu lækkaði úr 7,0% 1991 í 6,8% 1994 (Þjóðhagsstofnun, 1996).
Þátttaka heimila í heilbrigðisútgjöldum jókst nokkuð á þessum árum. Heimilin
greiddu 13% af heilbrigðisútgjöldum þjóðarinnar 1991, en 16% 1994. Reynt hefur verið
að láta þessa hækkun heimilanna bitna sem minnst á þeim sem minnst mega sín með því
að gera ýmsar hliðarráðstafanir, svo sem þak á heildargreiðslur á ári og endurgreiðslur
til tekjulágra.
Utgjöld hins opinbera til almannatrygginga og velferðarmála jukust úr 32 milljörðum
1991 í 38 milljarða 1994. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aukningin úr 8,1%
1991 í 8,9% 1994. Þessi aukning skýrist fyrst og fremst af almennum bótagreiðslum
vegna atvinnuleysis og fjölgunar elli- og örorkulífeyrisþega (Annus Medicus, 1994).
Stærsti hluti útgjalda hins opinbera til heilbrigðismála fer til sjúkrahúsa eða 53,5%
árið 1994 (mynd 6.4).
76