Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 48
3.7.2 Kostnaður vegna umferðarslysa
Árið 1995 gerði Hagfræðistofnun Háskóla íslands rannsókn á kostnaði við
umferðarslys á íslandi. Rannsóknin var gerð fyrir Slysavamaráð íslands,
Landlæknisembættið, Umferðarráð og Vegagerðina.
Umferðarslysum hefur fjölgað frá 1980 í kjölfar aukinnar umferðar. Áætlaður fjöldi
slasaðra í umferðarslysum á síðustu árum kemur fram í töflu 3.4.
Tafla 3.4 Áætlaður fjöldi slasaðra
Ár Neðri mörk Efri mörk
1990 3.007 3.195
1991 3.609 3.834
1992 3.274 3.479
1993 2.902 3.084
1994 2.941 3.125
Heimild: Útreikningar Hagfræðistofnunar úr gögnum sjúkrahúsa. Hagfræðistofnun Háskóla ísiands 1996, bls. 6.
Eignatjónum í umferðinni hefur fjölgað undanfarin ár. í töflunni hér á eftir er
skráður áætlaður fjöldi eignatjóna og kostnaður við þau árin 1994 og 1995.
Tafla 3.5 Fjöldi og upphæð bifreiðatjóna
Ár Fjöldi bifreiða Kostnaður í m.kr.
1994 16.928 2.064
1995 17.835 2.187
Heimild: Samband íslenskra tryggingafélaga. Hagfræðistofnun Háskóla íslands, 1996, bis. 6.
í rannsókn Hagfræðistofnunar var beitt nýjum aðferðum á sviði slysahagfræði til að
leggja mat á tjón einstaklinga vegna umferðarslysa. Þessar aðferðir gefa til kynna að
samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa sé mun meiri en áður hefur verið talið.
Þegar tekið er tillit til munatjóns, líkamstjóns, sálarkvala, auk samfélagslegra bóta og
þjónustu við slysþola, verður kostnaður vegna umferðarslysa mun meiri en áður hefur
verið talið. í töflu 3.6 má sjá áætlaðan einingarkostnað eftir skaðaflokkum.
Tafla 3.6 Heildareiningarkostnaður siasaðra í umferðarslysum
(Milljónir kr. á verðlagi 1995)
Skaðaflokkar: Neðri mörk Efri mörk Miðtala
Minna slasaður 1,7 2,3 2,0
Alvarlega slasaður 15,8 22,3 18,7
Mjög alvarlega slasaður 47,8 67,0 56,5
Látinn 134,5 161,3 146,7
Heildarkostnaður vegna umferðarslysa er talinn hafa verið 11-15 milljarðar kr. á
tímabilinu 1980-1994, að meðaltali. Eðli málsins samkvæmt er þessi heildarkostnaður
talsvert breytilegur frá ári til árs eins og kemur fram í töflu 3.7.
44