Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 63
5.4 Kynsjúkdómavarnir
Kynsjúkdómavamir tengjast óhjákvæmilega kynfræðslu. Margir aðilar taka þátt í
kynfræðslu, og þá einkum heilbrigðisþjónustan, skólar og síðast en ekki síst foreldrar og
aðrir forráðamenn bama og unglinga.
Megin markmið kynfræðslu em að stuðla að heilbrigðu kynlífi jafn líkamlegu,
félagslegu og siðferðislegu, og fyrirbyggja ótímabærar þunganir og loks að lækka tíðni
kynsjúkdóma (Sigríður Jakobínudóttir, 1993, bls. 5).
A síðustu áratugum hefur mikil þróun átt sér stað á sviði fjölskylduáætlunar, þ.e.
fræðslu og ráðgjöf um kynlíf og bameignir. í stað fjölskylduáætlunar er hugtakið
kynheilbrigði að ryðja sér til rúms en það hugtak rúmar bæði kynlífsheilbrigði og
frjósemisheilbrigði.
Árið 1992 vom stofnuð fræðslusamtök um kynlíf og bameignir (FBK) og urðu þau
síðar aðilar að alþjóðasamtökum. Samtökin hafa það að meginmarkmiði að vera
málsvari kynheilbrigðis og veita ýmsum hópum viðeigandi fræðslu á þessu sviði (FBK,
'996, fréttabréf, 2. árg. 1 tbl.).
Síðustu árin hefur mest borið á fræðslu um alnæmi og HIV-smit, sem telst til
kynsjúkdóma. Samfara aukinni umræðu um alnæmi og HlV-smit hefur umræða um
kynlíf, kynsjúkdómavamir og félagsleg- og siðferðismál tengd þeim aukist stórlega.
Nauðsyn þess að nota smokka við samfarir hefur verið haldið á lofti. í eftirfarandi töflu
má sjá tölur um sölu á smokkum og lykkjum síðan 1982. Svo virðist sem sala á
smokkum hafi farið vaxandi frá 1982 til 1987 síðan dalaði hún nokkuð aftur en náði
fyrra hámarki árið 1992. Milli áranna 1992 og 1994 dró síðan aftur vemlega úr sölu á
smokkum.
Tafla 5.2 Sala á getnaðarvörnum 1985-1994
1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994
Lykkjur 6000 5150 5800 5525 4592 4733 4242 3705 3294 2801
Smokkar 308000 458586 501600 422679 449034 457241 436826 510963 463105 407452
Með tilkomu alnæmis hefur þörfin fyrir rannsóknir á kynhegðun, sem liður í
forvamarstarfi, orðið augljósari. Árið 1992 var gerð könnun á kynhegðun íslendinga og
viðhorfum og þekkingu á alnæmi. Þar kom m.a. í ljós að 16-19 ára unglingar hefja
kynmök við 15 ára aldur og að um helmingur þessa unga fólks notaði aldrei smokk við
skyndikynni á 12 mánaða tímabili. Könnunin sýndi hins vegar að ungt fólk veit að
smokkurinn er öflug vöm gegn kynsjúkdómasmiti en það virðist ekki duga til þess að
Það noti almennt smokkinn í kynmökum við skyndikynni. Viðhorf ungs fólks em samt
sem áður oftast jákvæð til smokksins (Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Sigríður
Haraldsdóttir, 1998).
Niðurstöður rannsóknarinnar frá 1992 gefa ennfremur ýmsar vísbendingar sem
'eiðbeina við fræðslu og forvamarstarf. Þannig er t.d. mismunandi á hvaða aldursskeiði
59