Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 86
7.2 Aðsókn að sjúkrahúsum
Síðan 1950 hefur innlögnum á sjúkrastofnanir fjölgað meira en rúmum og
legudögum. Fjöldi rúma og legudaga hefur þrefaldast en innlagnir hafa sjöfaldast á sama
tíma (tafla 7.1). Fjöldi skráðra rúma og heildarfjöldi legudaga náði hámarki 1990 en
lækkaði næstu árin á eftir. Á sama tíma varð talsverð fjölgun á heildarfjölda innlagna.
Tafla 7.1 Yfirlit yfir sjúkrastofnanir1)
Ár Rúma- fjöldi Rúmafjöldi á 1000 landsmenn Fjöldi inniagna’/lega Legudaga- fjöldi Legudaga- fjöldi á hvern landsmann
1970 2643 12,9 33440 981264 4,8
1980 3386 14,8 50715 1216738 5,3
1981 3382 14,6 51261 1214719 5,2
1982 3533 15,0 50656 1211890 5,1
1983 3656 15,4 54834 1268341 5,3
1984 3792 15,8 58447 1268451 5,3
1985 3819 15,8 57051 1256896 5,2
1986 3822 15,7 59782 1339595 5,5
1987 3877 15,7 64816 1317809 5,3
1988 4010 15,9 73323 1368057 5,4
1989 4225 16,7 75243 1393170 5,5
1990 4246 16,6 76509 1411336 5,5
1991 4218 16,2 75746 1365385 5,3
1992 4141 15,8 79755 1352208 5,2
1993*’ 3886 14,7 62209 1431144 5,4
1994 4033 15,1 60876 1446779 5,4
1) Allar sjúkrastofnanir, þ.m.t. hjúkmnarheimili, sbr. töflu B 7.3 og B 7.4.
*) Sjúklingar frá fyrra ári og komnir á árinu, fram til 1992. Frá og með 1993 eru taldar legur sólarhringssjúklinga á
almennum legudeildum.
**) Reiknuð rúm frá og með 1992.
Talsverðar breytingar verða á forsendum talna í töflu 7.1 frá og með árinu 1993. I
fyrsta lagi er rúmafjöldi miðaður við skráð rúm til og með árinu 1992, en reiknuð rúm
eftir það (sjá nánar skýringar við töflu B7.3), í öðru lagi er talsverð fækkun á legum
milli áranna 1992 og 1993. Þessi fækkun stafar öðru fremur af því að komur
ferlisjúklinga, þ.e. sjúklinga sem ekki leggjast inn í sólarhringsvistun, eru ekki taldar
með í heildarfjölda lega frá og með árinu 1993. Gerð er grein fyrir þessari starfsemi í
töflu 7.2.
82