Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 89
7-2.2 Biðlistar
Um nokkurra ára skeið hefur verið fylgst með biðlistum á sjúkrastofnunum hjá
Landlæknisembættinu, en þar hefur fyrst og fremst verið horft til fjölda þeirra sem bíða
eftir aðgerð. Um þessar mundir er verið að endurskoða biðlistaskráningu hjá
Landlæknisembættinu þannig að hún veiti meiri upplýsingar en hingað til. Fram til þessa
hefur fyrst og fremst verið leitað til bæklunarlækninga-, þvagfæraskurðlækninga-,
lýtalækninga-, endurhæfingar-, elli- og hjúkrunardeilda ásamt háls-, nef- og
eyrnadeildum og hjarta- og æðaskurðdeildum. Nú er stefnt að því að upplýsingar um
biðlista berist frá fleiri deildum sjúkrastofnana og það verði þrisvar á ári, 15. janúar, 15.
og 15. september. Tilgangur þess er að fylgjast með hugsanlegum árstíðarsveiflum
°g jafnfram til að reyna að meta hvort sumarlokanir hafi einhver áhrif á lengd biðlista.
Samkvæmt síðustu könnun Landlæknisembættisins í janúar 1995 virðist sem flestir
biðlistar hafi heldur verið að lengjast undanfama mánuði, sem vafalítið má að einhverju
leyti rekja til verkfalla heilbrigðisstarfsfólks (Annus Medicus 1995, bls. 14-15).
7-3 Heilsugæsla - heilbrigðisþjónusta utan iegudeilda sjúkrahúsa
Skipta má heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa gróflega í tvo flokka. í fyrsta lagi í
heilsugæslu eða almenna læknisþjónustu, og í öðru lagi í sérfræðiþjónustu utan
Lgudeilda sjúkrahúsa. Til heilsugæslu teljast heilsugæslustöðvar, heimilislæknar,
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur og Læknavaktin í Reykjavík. Til sérfræðingsþjónustu
teljast sjálfstætt starfandi sérfræðingar, göngudeildir sjúkrahúsa, Krabbameinsfélagið og
Hjartavemd.
Það er nokkmm vandkvæðum bundið að flokka heilbrigðisþjónustu utan legudeilda
sjúkrahúsa og greina á milli almennrar heilsugæslu og sérfræðiþjónustu og verður það
Seint gert svo óyggjandi sé. Sem dæmi má nefna að mæðraeftirlit fer fram á
heilsugæslustöðvum og á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur' og flokkast því sem
heilsugæsla. Mæðraeftirlit fer einnig fram í nokkmm mæli á göngudeild kvennadeildar
Landspítalans og flokkast þess vegna sem sérfræðingsþjónusta eins og önnur
göngudeildarþjónusta.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir aðsókn að heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.
Hafa verður í huga mismunandi skráningu upplýsinga þegar tölur um aðsókn em
túlkaðar og er skráning upplýsinga og gagnasöfnun rakin í Heilbrigðisskýrslum 1989-
J990 (bls. 121).
7-3.1 Aðsókn að heilsugæslu
Arið 1994 vom ríflega 1,6 miljón samskipta við heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa
Sem em að meðaltali rúmlega 6 samskipti á hvem landsmann (sjá töflu 7.3 og skýringar
við hana). Um 62% þessara samskipta er við heilsugæslu og um 38% við
Serfræðingsþjónustu.
Flest samskipti við heilsugæslu em við heilsugæslustöðvar og flest samskipti við
Serfræðingsþjónustu em við sérfræðinga sem reka eigin stofur og við göngudeildir
sjúkrahúsanna.
85