Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 69
5.8.1 Vímuefnaneysla framhaldsskólanema
Vímuefnaneysla íslenskra ungmenna virðist heldur vera að aukast ef marka má
kannanir Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála í framhaldsskólum 1992-1994.
Nokkur samdráttur varð reyndar í áfengisneyslu stúlkna eða um 2,5%.
Hlutfall pilta sem prófað hafa hass hækkaði marktækt um 3,4% milli áranna 1992-
1994 en ekki varð marktæk hækkun meðal stúlkna.
Hass er mest notaða ólöglega vímuefnið meðal framhaldsskólanema og hlutfall
þeirra sem prófað hafa hass jókst úr 18% 1992 í tæplega 20% 1994. Næst algengast var
að framhaldsskólanemar höfðu prófað amfetamín (6,2% 1994), þá alsælu (2,5%) og
kókaín (2,4%) (Ingibjörg Kaldalóns o.fl., 1994, bls. 2-7).
5.9 Slysavarnir
Árið 1994 gaf Landlæknisembættið, Slysavamaráð íslands og Slysavamafélag
Islands út ritið “Slys af völdum efna í heimahúsum, viðbrögð við þeim og vamir”. Um
Var að ræða endurskoðaða útgáfu, en bókin var fyrst gefin út árið 1986. Bókinnni var
ðreift á öll heimili í landinu þar sem vom böm innan 5 ára aldurs.
I nóvember 1994 var haldinn annar Landsfundur um slysavamir á vegum
Landlæknisembættisins og Slysavamaráðs íslands og að þessu sinni var lögð sérstök
áhersla á sjómannaslys. Þar vom flutt fjölmörg erindi um slys af þessu tagi og
forvamaraðgerðir (sjá Landlæknisembættið 1995, Vinnuslys á sjó, Fylgirit nr. 3).
5.10Tannvernd
Tannlæknar starfa flestir sjálfstætt hér á landi á eigin stofum. Árið 1986 og 1990
gerði Sigfús Þór Elíasson kannanir á tannheilsu íslendinga með stuðningi frá
Tannvemdarráði.
Margar athyglisverðar niðurstöður komu í ljós í rannsókninni og séu niðurstöðumar
athugaðar og bomar saman við rannsóknir Pálma Möller, árin 1974 og 1982, kemur í
■jós að tannheilsa íslendinga hefur batnað að undanfömu.
Hjá 12 ára íslenskum bömum höfðu að meðaltali 8 tennur skemmst árið 1974 og
hélst það óbreytt til ársins 1982. Þá virðist ástandið hafa byrjað að batna, því að
sambærilegar tölur fyrir árið 1986 vom 6,6 og fyrir árið 1991 3,4.
Sjúkratryggingar greiða að stómm hluta tannlækningar bama og unglinga 15 ára og
yngri (60-75%). Auk þess eiga þessir aldurshópar rétt á einni einfaldri skoðun á ári sér
að kostnaðarlausu. Sextán ára unglingar greiða helming kostnaðar.
I gmnnskólum Reykjavíkur em tannlæknastofur hluti af húsnæði skólanna. Frá og
með 1. september 1993 vom aðeins skoðaðir þeir nemendur sem óskað höfðu eftir
Þjónustu skólatannlækna, en það em um 40% grunnskólanema í Reykjavík. Álíka stór
hópur bama er skráður með einkatannlækni sem ábyrgðartannlækni. Þau 20% bama sem
eftir em fengu enga þjónustu tannlækna í Reykjavík. Yfirskólatannlæknir hefur reynt að
hafa upp á þessum bömum og oftast hafa þær tilraunir borið árangur. í ljós hefur komið
65