Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 58
4.6 Algengi þrýstingssára á íslandi
Árin 1992 og 1994 var kannað algengi og alvarleiki þrýstingssára á íslandi.
Þrýstingssár (legusár) geta skapað alvarleg vandamál hjá sjúklingum á
heilbrigðisstofnunum sem og heima. Gera má ráð fyrir að fjölgun aldraðra, mikið veikra
einstaklinga og þeirra sem lifa af alvarleg slys og sjúkdóma geti leitt til aukins fjölda
þrýstingssára. Á tímum aðhalds, spamaðar og umræðu um aukin gæði í
heilbrigðisþjónustu þótti athyglisvert að skoða hve algeng og alvarleg þrýstingssár væm
á Islandi og bera það saman við niðurstöður erlendra rannsókna. í þeim tilgangi var gerð
þverskurðarrannsókn einn ákveðinn dag í apríl 1992 á þremur mismunandi tegundum
stofnana (20 hjúkrunarheimilum og öldrunardeildum, 20 heilsugæslustöðvum með
heimahjúkrun og 20 ódeildaskiptum sjúkrahúsum og lyflækningadeildum deildaskiptra
sjúkrahúsa) á íslandi og aftur í janúar 1994 á öllum sjúkrahúsum á íslandi til að ákvarða
algengi þrýstingssára. Mælitækið var spumingalisti sem innihélt breytur s.s. kyn, aldur ,
fjölda þrýstingssára, stig þeirra og meðferð. Ljósmyndir vom notaðar til að auðvelda
hjúkrunarfræðingum að meta stig sáranna skv. skilgreiningu Shea (1975). Heimtur voru
80% úr fyrri könnuninni og 93% úr þeirri seinni.
Niðurstöður sýndu að algengi þrýstingssára á íslandi 1992 var 5% og um 9% á
íslenskum sjúkrahúsum 1994. Algengi þrýstingssára er mismunandi eftir því hvort
sjúklingar em á stofnunum eða heima. Árið 1992 var algengi sáranna 6,6% á elli- og
hjúkrunarheimilum, 9,6% á sjúkrahúsum og 1,8% hjá sjúklingum sem fá heimahjúkmn.
Marktækt samband var á milli algengis og tegundar stofnunar og einnig á milli stigs
þrýstingssára og tegundar stofnunar árið 1992. Meðalaldur einstaklinga með
þrýstingssár var 82,8 ára 1992 og 78,4 ár 1994. Ekki fannst marktækt samband milli
kyns og algengis þrýstingssára eða kyns og stigs sára. Um 90% sáranna vom staðsett
fyrir neðan mitti. Algengasta meðferðin við þrýstingssámm var notkun “occlusivra”
umbúða, en í um 55% vom engar umbúðir notaðar á sárin.
Tafla 4.6 Lýsing á úrtaki og svarhlutfalli og aigengi þrýstingssára á
lyflækningadeildum, ódeildaskiptum sjúkrahúsum, öldrunardeildum
og hjúkrunarheimilum á íslandi 1992 og 1994
Fjöldi deilda Svarhlutfall Fjöldi Fjöldi sjúklinga Algengi
í úrtaki % (fjöldi) sjúklinga með sár á stigi l-IV þrýstingssára %
Öldrunardeildir/
hjúkrunarheimili 1992 20 70 (14) 379 25 6,6
Heimahjúkrun 1992 20 90 (18) 652 12 1,8
Lyflækningadeildir og ódeildaskipt sjúkrahús 1992 20 85 (17) 323 31 9,6
Lyflækningadeildir og ódeildaskiptsjúkrahús 1994 31 93 (29) 642 57 8,9
54