Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 57
4.5 Lyfjanotkun
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur frá árinu 1975 gefið út rit um notkun
lyfja á íslandi. í ritunum eru ýmsar tölulegar upplýsingar um notkun lyfja sem byggðar
eru á tölum um sölu þeirra. Stuðst er við ATC flokkun lyfja og greint er frá fjölda
úagskammta lyfja, DDD sem er skammstöfun á Defined Daily Dose og er skammturinn
skilgreindur sem viðhaldsskammtur lyfs við helstu ábendingu fyrir notkun þess (Eggert
Sigfússon og Einar Magnússon, 1997, bls. 3).
Ef borin er saman heildarlyfjanotkun á Norðurlöndum kemur í ljós að hún er minnst
á Islandi og í Færeyjum, en mest í Finnlandi og í Svíþjóð (sama heimild bls. 13).
Lyfjakostnaður hefur hins vegar um árabil verið langmestur á íslandi. Einkum tveir
flokkar lyfja eru áberandi að vöxtum. Það eru magasárslyf og sýklalyf. Neysla þessara
lyfja hefur aukist umtalsvert hér á landi miðað við hin Norðurlöndin og tiltölulega stór
hluti neyslunnar skýrist af notkun nýrra og dýrra lyfja (Matthías Halldórsson, 1994, bls.
12). Nokkur árangur hefur orðið á síðustu misserum í því að minnka notkun sýklalyfja.
Minni notkun er einkum talin stafa af því að greiðsluþátttöku almannatrygginga hefur
að mestu verið hætt. Önnur ástæða er talin vera ítrekaðar viðvaranir sérfræðinga við of
núkilli notkun þeirra (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og landlæknir, 1994,
bls. 490).
Frá árinu 1989 hefur notkun geðdeyfðarlyfja vaxið ört. Mesta aukningin er í notkun
Ivíhringlaga afbrigða (flúoxetín, cítalópram og paroxetín) og eru þessi nýju lyf mun
úýrari en eldri lyf (sama heimild).
Umræður um háan lyfjakostnað hófust hér á landi að einhverju marki árið 1986.
Seint á árinu 1989 var byrjað að vinna úr og fylgja eftir tillögum nefndar um lækkun
•yfjakostnaðar (Matthías Halldórsson, 1994, bls. 34). Nánar verður greint frá þeim
breytingum sem orðið hafa á lyfjamálum hér á landi síðustu ár í kafla 6.5.1.
Tafla 4.5 Lyfjasala í dagskömmtum 1991 -1994
DDD/1000 íbJdag DDD/1000 íbVdag
ATC-flokkur 1991 1992 1993 1994
A Meltingarfæra- og efnaskiptalyf 182,77 170,14 157,38 149,04
B Blóðlyf 18,54 21,47 22,75 23,06
C Hjarta- og æðasjúkdómalyf 140,97 158,87 150,93 158,93
D Húðlyf til inntöku 1,70 1,72 2,08 2,70
G Þvagfæral.,kvensjúkd. og kynhormónar 78,00 85,95 91,99 100,25
H Hormónalyf, önnur en kynhormón 17,35 18,61 18,04 19,55
J Sýkingalyf 22,35 22,54 21,72 21,80
L Lyf með verkun á innkirtla (L02) 1,18 1,20 1,16 1,19
M Vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf 34,52 37,79 36,72 37,63
N Tauga- og geðlyf 127,33 139,35 139,76 148,85
P Sníklalyf, skordýraeit. og skordýrafælur 1,22 1,33 1,42 1,40
R Öndunarfæralyf 76,77 80,13 74,52 79,06
S Augn- og eymalyf 9,07 9,68 9,85 9,75
V Ýmis lyf 0,00 0,00 0,00 0,01
Samtals 711,75 748,78 728,33 753,21
Heimild: Eggert Sigfússon og Einar Magnússon, 1997, bls. 25.
53