Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 76
heilbrigðisstarfsmanna starfar á ýmsum öðrum stofnunum sem tengjast heilbrigðis-
þjónustunni, s.s. á rannsóknarstofum og við stjómssýslu. Stór hópur lækna starfar
sjálfstætt og má þar nefna 19 heimilislækni í Reykjavík og fjölmarga sérfræðinga, í
ýmsum greinum læknisfræðinnar, sem reka eigin lækningastofur. Flestir þessara
sérfræðinga starfa einnig á sjúkrastofnunum og em taldir þar, en ætla má að um 50
sérfræðingar starfi eingöngu á eigin stofu. Enn em ótaldir 43 lyfsalar, 130 sjúkraþjálfar,
59 dýralæknar, 28 heilbrigðisfulltrúar, yfir 30 sjúkranuddar og um 240 tannlæknar, sem
starfa utan stofnana. Ef á heildina er litið hafa um 12.000 manns beina atvinnu af
heilbrigðisþjónustu á íslandi sem er milli 8-9% af heildarmannafla.
Þá em ótaldir allir þeir sem heilbrigðisþjónustan veitir óbeint atvinnu. Erfitt gæti
reynst að henda reiður á fjölda þessara starfsmanna en dæmi um þetta em t.d.
starfsmenn við innflutning eða framleiðslu á vömm og tækjum til lækninga.
6.3.1 Skráning mannafla
Eftirtaldir aðilar safna upplýsingum um heilbrigðisstarfsmenn: Landlæknir,
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, starfsmannaskrifstofa ríkisins, heilbrigðis-
stofnanimar og stéttarfélög. Þær tölur sem hér birtast em byggðar á upplýsingaöflun
landlæknis, nema annað sé tekið fram.
Landlæknir safnar á ári hverju upplýsingum um fjölda heilbrigðisstarfsmanna eftir
starfsstéttum á hverri stofnun. Auk þess er safnað upplýsingum um fjölda setinna staða.
Setnar stöður em þær stöður sem vom mannaðar á einhverjum ákveðnum tímapunkti,
hér í desember 1993 og 1994.
Leitað er til stofnana sjálfra um fyrrgreindar upplýsingar en auk þess er leitað eftir
upplýsingum frá stéttarfélögum. Sé um misræmi að ræða er reynt að komast að því í
hverju það flest og hafa þá tölu sem réttari reynist.
I töflu B.6.1 í töfluhluta er gefið yfirlit yfir fjölda heilbrigðisstarfsmanna á hverju
heilsugæslusvæði. Þar em taldar upp hefðbundnar heilbrigðisstéttir og stuðst er við
upplýsingar frá heilbrigðisstofnunum og stéttarfélögum. Reynt er að telja alla
heilbrigðisstarfsmenn hvort sem þeir starfa á stofnunum eða utan þeirra.
Umfjöllunin um heilbrigðisstarfsmenn í kaflanum hér á eftir er eingöngu byggð á
tölum frá sjúkastofnunum og heilsugæslustöðvum og lögð er áhersla á að greina frá
hversu margar stöður eða stöðugildi hver heilbrigðisstétt telur. Þess vegna verður
stundum misræmi á milli talna í kaflanum hér á eftir og þeirra talna sem fram koma í
töflu 6.1 í töfluhluta. Þá skal einnig tekið fram að oftast er eingöngu hægt að greina frá
heildarfjölda staða eftir starfsgreinum á hverri stofnun, en ekki deildum.
72