Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 65
5.5.2 Ónæmisaðgerðir fullorðinna
Landlæknir mælti með því í mars 1991, að tillögu Farsóttanefndar ríkisins, að hafin
skyldi almenn bólusetning gegn lungnabólgubakteríum meðal 60 ára og eldri. Áður
hafði einungis verið mælt með því að sérstakir áhættuhópar skyldu bólusettir. Bólusetja
þarf á 5 ára fresti.
I mars 1993 gáfu landlæknir og Farsóttanefnd ríkisins út tilmæli um bólusetningu
fullorðinna (sjá töflu 5.4).
Tafla 5.4 Ónæmisaðgerðir fullorðinna sem mælt er með á íslandi
Ónæmisaðgerð Hve oft ?
Inflúenza Árlega
Lifrarbólga B Á 5-10 ára fresti
Mislingar
Mænusótt Á 10 ára fresti
Pneumókokkasýkingar Á10 ára fresti
(lungnabólgubakteríur) (á 5 ára fresti hjá
fólki með ónæmis-
bælandi sjúkdóma)
Stífkrampi Á10 ára f resti
Hverjir ?
Allir eldri en 60 ára. Einnig allir þeir, sem þjást af
langvinnum lungna-, nýrna-, og lifrarsjúkdómum,
sykursýki, illkynja og öðrum ónæmisbælandi
sjúkdómum. Ef um börn er að ræða ber að hafa í
huga að aukaverkanir bóluefnisins geta verið
meiri en meðal fullorðinna.
Heilbrigðisstarfsfólk, sem vinnur með blóð og
blóðhluta, fólk í blóðskilun, fólk er þarf mjög tíðra
bóðgjafa við, samkynhneigðir karlar, sprautu-
efnafíklar og fólk í sambýli með sjúklingum með
lifrarbólgu B.
Allir, sem ekki hafa verið bólusettir (reglulegar
almennar bólusetningar hófust 1976) og allir,
sem ekki hafa með vissu fengið mislinga.
Allir. Sérstaklega er æskilegt að huga að
bólusetningu fyrir utanlandsferðir.
Allir eldri en 60 ára. Einnig fólk á öllum aldri, sem
er án milta vegna sjúkdóms eða slyss, og allir þeir
sem þjást af langvinnum lungna-, hjarta-, nýrna-,
og lifrarsjúkdomum, sykursýki, áfengissýki, illkynja
og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum (þ.m.t. HIV
sýkingu).
Allir. Sérstaklega ber að huga að bólusetningu ef
óhreinindi komast í sár eða ef ætlunin er að
ferðast til vanþróaðra landa.
Farsóttanefnd ríkisins/Landlæknisembættið, febrúar 1993.
61