Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 82
Mynd 6.6
Hlutfallsieg skipting útgjalda heimila til
heilbrigðismála 1994
■ Lyf og lyfjabúðaivörur
■ Tannlæknaþjónusta
□ Læknisþjónusta
■ Ljósmæóraþjónusta
□ Slysadeild
Heimild: Pjóðhagsstolnun 1996
Tekist hefur að halda útgjöldum stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík nokkrun veginn
óbreyttum milli áranna 1991-1994. Þannig var fjárveiting til Landspítalans hin sama
bæði árin eða 6,6 milljarðar en hún mun vera 6,4 milljarðar fyrir 1995. Starfsemi
sjúkrahúsanna hefur hins vegar aukist mikið. Á Landspítalanum jókst fjöldi innlagðra
sjúklinga á lyflækningadeild um tæp 40%, á handlækningadeild rúmlega 30% og á
kvennadeild um 30% á tímabilinu, en meðal legutími hefur styst um 2,5 til 5,0 daga á
þessum deildum á sama tíma. Hin tvö sjúkrahúsin í Reykjavík, Landakotsspítali og
Borgarspítali hafa verið sameinuð undir eina stjóm til að forðast tvíverknað, m.a.
varðandi vaktir, en einnig til að minnka yfirbyggingu. Samanlagður samdráttur á
þessum tveimur sjúkrahúsum varðandi mannahald er um 10% frá árinu 1991 til 1994.
Heildarspamaður vegna rekstrar spítalanna þriggja á þessum ámm nemur um eitt
þúsund milljónum þrátt fyrir ýmsa nýja meðferðarmöguleika og þrátt fyrir þá staðreynd
að mun fleiri sjúklingum hefur verið sinnt en áður var (Annus Medicus, 1994).
Skýrsla heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um sjúkrahúsmál á
landsbyggðinni frá nóvember 1993 hefur verið áfram til umfjöllunar og var nefnd
skipuð til aðgerðar á grundvelli hennar. Þar er m.a. reynt að taka á því vandamáli að
sjúkrahúsin á landsbyggðinni em mörg smá og sum þeirra þykja dýr í rekstri miðað við
takmarkaða starfsemi. Einnig em fagleg vandamál tengd svo takmarkaðri starfsemi.
I framhaldi þessarar skýrslu var gerð athugun á kostnaði og árangri þriggja
sjúkrahúsa á landsbyggðinni (Sauðárkróki, Húsavík og Vestmannaeyjum). Langlega er
80%, 76% og 44% á þessum þremur sjúkrahúsum. Sé reiknaður kostnaður á legudag
vegna annarrar legu en langlegu kemur fram að hann er 22,6 þúsund, 27,4 þúsund og
26,2 þúsund á legudag á þessum þremur sjúkrahúsum en á Landspítalanum er kostnaður
vegna annarrar legu en langlegu 25,8 þúsund krónur eða nánast hinn sami og á þessum
mjög svo ósérhæfðu sjúkrahúsum. Einnig kemur fram að mörg verk sem í Reykjavík em
78