Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 18
1.4.3 Fóstureyðingar
1.4.3.1 Hvenær er fóstureyðing heimiluð?
Fyrstu lög sem heimiluðu fóstureyðingar hér á landi eru frá árinu 1935. í núgildandi
íslenskum lögum um fóstureyðingar nr. 25 frá árinu 1975, sem leystu eldri lög af hólmi,
er kveðið svo á að fóstureyðing sé heimil af læknisfræðilegum eða félagslegum
ástæðum eingöngu eða hvort tveggja og að hún skuli framkvæmd sem fyrst á
meðgöngutímanum, helst innan tólf vikna meðgöngu. Eftir 16. viku er hún heimiluð
eingöngu af læknisfræðilegum ástæðum. Áður en fóstureyðing er heimiluð verður konan
að gera grein fyrir sínum aðstæðum og ástæðum fyrir umsókninni. Auk þess verður
rökstudd greinargerð tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa að liggja fyrir. Á
Islandi er fóstureyðing því ekki heimil að ósk konunnar einnar.
1.4.3.2 Tíðni fóstureyðinga
Á áratugnum 1981-90 voru framkvæmdar 679 fóstureyðingar að meðaltali á ári eða
helmingi fleiri en áratuginn 1971-80. Þrátt fyrir þessa fjölgun einkenndist þetta tímabil
af nokkrum stöðugleika. Síðan þá hefur fóstureyðingum heldur fjölgað þó einnig verði
stundum fækkun milli ára. Árið 1993 voru framkvæmdar 827 fóstureyðingar en 775 árið
1994.
Á áttunda áratugnum þrefaldaðist tíðni fóstureyðinga miðað við 1000 konur á
ádrinum 15-44 ára og fór úr þremur árið 1971 í 10 árið 1980. Áratuginn 1981-90 dró
verulega úr þessari þróun en að jafnaði 12 af hverjum 1000 konum 15-44 ára gengust
undir fóstureyðingu á ári hverju. Árið 1993 var þetta hlutfall 13,7 en lækkaði árið 1994 í
12,8.
Tafla 1.5
Framkvæmdar fóstureyðingar
Arlegur Fjöldi á 100 Fjöldi á 1000 Fjöldi á 1000
fjöldi þunganir* Irfandi fædda konur 15-44 ára
1961-1965 77 1,6 16,4 2,1
1966-1970 87 2,0 20,1 2,2
1971-1975 203 4,3 45,7 4,6
1976-1980 472 9,9 109,9 9,8
1981-1985 670 13,7 159,3 12,6
1986-1990 687 13,4 155,7 12,0
1991-1995 762 14,5 169,4 12,7
1991 658 12,6 145,2 11,1
1992 743 13,8 161,2 12,4
1993 827 15,1 178,9 13,7
1994 775 14,8 174,5 12,8
1995 807 15,8 188,6 13,3
*Þunganir: samanlagður fjöldi fæðinga og fóstureyðinga.
14