Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 75
Tillögur vinnuhópsins sköpuðu talsverðar umræður og þá sérstaklega hvað varðaði
smærri sjúkrahús á landsbyggðinni, svonefnd hjúkrunarsjúkrahús. Þótti heimafólki
gjarnan lítið gert úr hlut þeirra og mikilvægi og íbúar ósáttir við tillögur nefndarinnar.
Þá komu einnig fram raddir sem drógu í efa réttmæti þeirra útreikninga sem tillögur
vmnuhópsins byggðu á.
Mörg sjúkrahús á landsbyggðinni voru byggð af stórhug á síðustu áratugum og var
æt!að annað og meira hlutverk en raun varð. Þróun síðustu áratuga hafa orðið til þess að
breyta hlutverki þessara sjúkrahúsa. Þar má nefna bættar samgöngur, búferlaflutninga
bl höfuðborgarsvæðisins, aukna sérhæfingu, nýja tækni og síðast en ekki síst auknar
kröfur almennings. Fólk sættir sig ekki við það næstbesta í heilbrigðisþjónustu
(Matthías Halldórsson, 1994, bls. 28-29).
Þrjú stærstu sjúkrahús landsins, miðað við fjölda rúma, eru starfrækt í Reykjavík.
Nokkur verkaskipting hefur verið á milli sjúkrahúsanna, en á síðustu árum hafa verið
gerðar tilraunir til þess að sameina rekstur Landakotsspítala og Borgarspítala í
hagræðingarskyni. Fyrstu skrefin í þessa átt voru stigin í mars 1992, m.a. með því að
hætta bráðavöktum á Landakoti, en við það sparast umtalsverðar fjárhæðir. í ársbyrjun
1993 undirrituðu síðan bæði sjúkrahúsin yfirlýsingu um samruna sjúkrahúsanna sem
•^un verða smám saman á næstu árum, en stefnt er að því að honum verði lokið í árslok
1996.
6.2.1 Sjúkrahótel
Engin eiginleg sjúkrahótel eru starfrækt á íslandi. Landlæknisembættið kannaði í
mars 1994 þörf fyrir sjúkrahótel. Leitað var upplýsinga um það hve margir sjúklingar,
sem lágu á sjúkrahúsum þann 28. mars 1994, gætu mögulega nýtt sér þjónustu
sjúkrahótels. Niðurstöður sýndu að af 621 sjúkling sem lá á þeim deildum sem spurt var
hefðu 139 geta nýtt sér slíka þjónustu. Gefnir voru upp valmöguleikar milli þriggja
uiismunandi tegunda sjúkrahótela með mismunandi þjónustu. Felstir þeirra eða 69,7%
hefðu þurft sjúkrahótel þar sem hjúkrunarfræðingar störfuðu allan sólarhringinn. Af
þessum hópi hefðu 30,2% þurft að vera á sjúkrahóteli sem staðsett væri á spítalalóð og
Þar sem töluvert mikil þjónusta væri veitt, en 39,5% hefðu getað verið á sjúkrahóteli
staðsettu annars staðar og með eitthvað minni þjónustu. Niðurstöður könnunarinnar
v°ru kynntar stjómendum stærstu sjúkrahúsanna og fulltrúum heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Einnig kom einn aðalfrumkvöðull og
hvatamaður sjúkrahótela á Norðurlöndum hingað til lands til ráðgjafar.
6.3 Mannafli í heilbrigðisþjónustu
í árslok 1994 störfuðu um 10.000 (10.025 árið 1993) einstaklingar á sjúkrastofnunum
ýmist í hlutastarfi eða í fullu starfi. Samtals er hér um að ræða 7.696 (7.587 árið 1993)
stöðugildi. í ofangreindri tölu er átt við alla þá sem starfa á sjúkrastofnunum, þ.e. lækna,
hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, tækna og rannsóknarfólk, aðstoðarfólk o.s.frv.
Á heilsugæslustöðvum störfuðu 812 (798 árið 1993) einstaklingar í 576 (567 árið
1993) stöðugildum. Enn em ótaldir starfsmenn Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur en
þar störfuðu árið 1994 á annað hundrað einstaklingar í 99 stöðugildum. Nokkur hópur
71