Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 88
Stuttum legum hefur fjölgað einkum 2ja daga legum. Þriggja til 29 daga legum fer
aftur fjölgandi eftir að hafa farið fækkandi milli áranna 1989-1992. Á tímabilinu 1989
til 1994 jókst heildarfjöldi lega úr 7.554 í 8.618, eða um 14% (Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið, 1996, bls. 19).
7.2.1 Aðsókn að hjúkrunar- og dvalarrými
í mars 1995 var kynnt skýrsla um athugun á stjómsýslu og rekstrarþáttum á
stofnunum aldraðra. Þar kemur fram að mun hærra hlutfall aldraðra býr í
stofnanahúsnæði hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lögum
samkvæmt sé stefnan sú að aldrað fólk geti sem lengst búið við eðlilegar
heimilisaðstæður (Annus Medicus 1995, bls. 11-12).
Árið 1995 vom 67 ára og eldri 9,7% af mannfjölda á íslandi, sem er talsvert lægra
hlutfall en á öðmm Norðurlöndum. Hlutfall aldraðra sem dvelja á öldmnarstofnunum er
mjög breytilegt eftir landshlutum. Hjúkmnarrými em fæst í Reykjavík eða 5,9 á hverja
hundrað íbúa 67 ára og eldri, en flest á Norðurlandi vestra eða 13,1. Reykjavík er með
33% af heimiluðum rýmum, en 46% af íbúum 70 ára og eldri búa á svæðinu. Miðað við
staðla (fjögur rúm á hverja 100 íbúa 70-79 ára og 21 rúm fyrir 100 íbúa 80 ára og eldri)
er offramboð á hjúkrunarrýmum alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur
að meðalaldur hjúkmnarsjúklinga er hærri í Reykjavík eða um 84 ár en 81 ár annar
staðar (sama heimild).
Árið 1996 gaf Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið út skýrslu um viðamikla
könnun á heilsufari og hjúkmnarþörf íbúa á öldmnarstofnunum á íslandi. Verkefnið
heitir “Daglegt líf á hjúkmnarheimili”. Markmiðið er að skoða aðstæður fólks á
stofnunum á íslandi og gera tillögur til úrbóta í því skyni að ná hámarksgæðum í
öldmnarþjónustunni. Hér kallast rannsóknin Ice-RAI, norræna samstarfið Nord-RAI og
hið alþjóðlega Inter-RAI. Fmmkvöðlar rannsóknarinnar em bandarískir, en íslendingar
hafa einnig notið stuðnings frá Danmörku og Svíþjóð (sama heimild).
Skýrslan inniheldur fyrsta hlutann af þremur í viðamikilli rannsókn. Fyrsti hlutinn er
gagnasafn um heilsufar og hjúkmnarþörf íbúa á öldmnarstofnunum. Þátttakendur vom
íbúar á öldmnarstofnunum á Reykjavíkursvæðinu, Eyjafirði og Kirkjubæjarklaustri, en
alls tóku 14 deildaskiptar stofnanir með 64 deildum þátt í könnuninni. Hún náði til
1.641 einstaklinga sem er 91% þátttaka. Einungis 1,3% neituðu að taka þátt í
rannsókninni. I þessum hluta rannsóknarinnar kemur fram að meirihluti íbúa á
öldmnarstofnunum em konur og að þær em nokkm eldri en karlamir, en meðalaldur
beggja kynja er um 84 ár. íbúamir hafa dvalið að meðaltali liðlega þrjú og hálft ár. Nær
allir íbúar í þjónusturými vom þátttakendur í eigin mati, en aðeins helmingur í
hjúkmnarrými. Ýmsar merkar niðurstöður koma fram í þessum fyrsta hluta, meðal
annars að meðalfjöldi lyfja var 7,0 á höfuðborgarsvæðinu og að um fjórðungur tók
geðdeyfðarlyf og 62% róandi lyf og svefnlyf. íbúar í hjúkmnarrými búa við mikla
fæmisskerðingu við athafnir daglegs lífs og þurfa mikla aðstoð, einstaklingar í
þjónusturými em nokkuð sjálfbjarga í athöfum daglegs lífs. Um helmingur íbúa
hjúkrunarrýmis hefur ekki stjóm á þvaglátum (sama heimild).
84