Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 95
sjúkraflutningamannanámskeið og höfðu réttindi sem sjúkraflutningamenn, samtals 139
nienn.
"Tafla 7.6 Staðir þar sem allir sjúkraflutningamenn eru með réttindi
Staðir þar sem allir Fjöldi Hlutfall af
sjúkraflutningamenn sjúkraflutninga- heildarfjölda
eru með réttindi manna sjúkraflutningamanna
Reykjavík 56 19,00 %
Borgames 2 0,70 -
Reykholt 1 0,30 -
Grundarfjörður 2 0,70 -
Patreksfjörður 5 1,70 -
Blönduós 3 1,00 -
Skagaströnd 2 0,70 -
Sauðárkrókur 2 0,70 -
Dalvík 2 0,70 -
Akureyri 12 4,10 -
Húsavík 6 2,00 -
Kópasker 2 0,70 -
Þórshöfn 1 0,30 -
Vopnafjörður 3 1,00 -
Seyðisfjörður 5 1,70 -
Kirkjubæjarklaustur 3 1,00 -
Keflavík 8 2,70 -
Grindavík 4 1,40 -
Hafnarfiörður 20 6.80 -
Samtals 139 47,30 %
Sjúkraflutningar voru 17.841 á árinu 1992 á landinu öllu eða um ein ferð á hverja 15
íbúa. Tafla 7.7 sýnir að í Reykjavík fara flestir sjúkraflutningar fram. Einnig eru fæstir
ibúar á bak við hvem sjúkraflutning í Reykjavík. Á því geta verið nokkrar skýringar. í
^eykjavík eru saman komnar fullkomnustu sérfræðistofnanir landsins og þar af leiðir að
talsvert er um flutninga á milli stofnana með sjúklinga til rannsókna. Þessir flutningar
eru taldir til sjúkraflutninga. Auk þess er tíðni slysa og fjöldi slasaðra ef til vill meiri en
annars staðar á landinu. Við þetta má svo bæta að talsverður fjöldi flutninga er tengdur
sjúkraflugi utan af landi og úr landi. Flestar sjúkrabifreiðar em á Austurlandi og því
nasst á Vestfjörðum og er þar um að ræða hémð þar sem samgöngur em erfiðar. Á
Austurlandi em fæstir íbúar um hverja bifreið.
91