Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 21
Tafla 1.6
Meðalævilíkur nýfæddra í nokkrum löndum1)
Karlar Konur
(ár) (ár)
Danmörk 1993 72,5 77,8
Færeyjar 1986/90 72,8 79,6
Grænland 1986/90 60,7 68,4
Finnland 1994 72,8 80,2
ísland 1994/95 76,5 80,6
Noregur1994 74,9 80,6
Svíþjóð 1993 75,5 80,8
Frakkland 1993 73,6 81,6
Pólland 1993 67,4 76,0
Spánn1991 73,4 80,5
Bandaríkin 1992 72,3 79,1
Filipseyjar 1991 63,1 66,7
Egyptaland 1991 62,9 66,4
Kína 1990/95 66,7 70,5
Ástralía 1992 74,5 80,4
Japan1994 76,6 83,0
1) Skv. nýjustu tölum í hverju landi. Viðmiðunarár er ekki alltafþað sama.
Heimild: Hagstofa íslands, 1996, bls. 358.
1-4.7 Brottflutningur og aðflutningur
Dreifing búsetu á íslandi hefur tekið stakkaskiptum undanfama áratugi vegna
brottflutnings fólks af landsbyggðinni. Nú er svo komið að um 60% þjóðarinnar býr í
Reykjavík og nágrenni.
Árið 1994 fluttu alls 46.588 íslendingar (44.802 árið 1993). Um 63% fluttu innan
sama sveitarfélags og tæplega 13% fluttu annað hvort til eða frá landinu. Á síðustu
árum hafa fleiri flutt til höfuðborgarsvæðisins en frá því, en fleiri fluttu frá öðrum
landsvæðum en til þeirra (Hagstofa íslands 1995, bls. 48-49). Ef litið er á einstaka
landshluta var flutningsjöfnuður óhagstæðastur á Vesturlandi, Vestfjörðum og
Austurlandi árið 1994.
1.5 Veðurfar
Tíðni ýmissa sjúkdóma og slysa tengjast veðurfari beint eða óbeint. Mannskaðar
geta hlotist af náttúruhamförum eins og t.d. snjóflóðum og fárviðmm. Veðrátta hefur
áhrif á skilyrði gangandi og akandi vegfaranda og hefur t.d. snjór og regn áhrif á
akstursskilyrði og eykur slysahættu. Veðráttan hefur einnig margvísleg önnur áhrif, t.d.
á andlega líðan fólks. Hér á eftir fer stutt yfirlit yfir tíðafar áranna 1993 og 1994.
17