Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1994, Blaðsíða 71
samræmi við tillögur nefndar sem umhverfisráðherra skipaði til að gera nýjar tillögur að
hávaðamörkum (Hollustuvemd, 1996, bls. 10).
Ný lög um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi 1. maí 1994. Markmið laganna er að
tryggja að áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir, sem kunna að hafa í för með sér
umtalsverð umhverfísáhrif, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum. Hollustuvemd
rikisins gegnir veigamiklu hlutverki bæði sem lögboðinn umsagnaraðili og
leyfisveitandi (sama heimild, bls. 12).
5-12 Vinnuvernd
Vinnueftirlit ríkisins hefur það verkefni að vinna að framkvæmd laga (nr. 46/1980)
unt aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og hafa eftirlit með því að reglum og
reglugerðum um vinnuvemd sé framfylgt. Þannig má segja að starf Vinnueftirlitsins sé í
Wí fólgið að koma í veg fyrir slys á vinnustöðum og heilsutjón vegna vinnu
(Vinnueftirlit ríkisins, 1991, bls. 2).
Eitt af meginverkefnum Vinnueftirlitsins em eftirlits- og skoðunarstörf á
fyrirtækjum. Árið 1994 vom heimsótt 5039 fyrirtæki (5331 árið 1993 (Vinnueftirlit
rikisins, 1994, bls. 7).
Auk eftirlits- og skoðunarstarfs sinnir Vinnueftirlitið fræðslustarfí m.a. með
uamskeiðum, vinnustaðafundum, fyrirlestmm og útgáfu rita um vinnuvemd.
Á árinu 1993 og 1994 var unnið að eftirlitsátaki í hársnyrtigreinum, byggingariðnaði
°g í smíðastofum gmnnskóla og er ætlunin að Vinnueftirlitið muni áfram taka fyrir slík
verkefni á næstu ámm. I átaksverkefnum af þessu tagi er blandað saman fræðslu og
eftirliti og reynt að gera það á þann hátt að bæði stjómendur og starfsmenn
fyrirtækjanna verði virkari á eftir í fyrirbyggiandi starfí (Vinnueftirlit ríkisins 1994, bls.
8).
Atvinnusjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur heimsækir einnig
vmnustaði í sambandi við meint atvinnusjúkdómatilfelli í því skyni að meta áhættu og
§efa ráð til að draga úr áhrifum áhættuþátta á vinnustað (Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilsugæslustöðvar Reykjavíkur, 1990,
bls. 63).
5-13 Heilsuefling
Heilsuefling er samstarfsverkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og
Landlæknisembættis um forvamir og bætta lífshætti.
Helstu markmið verkefnisins em að vekja almenning til ábyrgðar og umhugsunar um
heilbrigða lífshætti, bætta þekkingu almennings á áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og
slysa, auka vilja og möguleika almennings til að lifa heilsusamlegu lífi, samhæfa
starfskrafta og viðfangsefni eins og kostur er.
67