Börn og menning - 01.04.2012, Síða 15
Aldinmauk og límonaði
15
nostalgískri eftirsjá eða til að ergja mig yfir
liðinni tíð. Mér finnst mun mikilvægara - og
miklu skemmtilegra - að lifa í núinu og horfa
fram á veginn, þótt maður verði vissulega
að muna að vera þakklátur fyrir það góða
í fortlðinni og líka að læra af henni svo að
maður endurtaki ekki í sífellu sömu mistökin.
En eitt er það í fortíðinni sem ávallt er og
verður baðað nostalgíuljóma þá sjaldan að
ég horfi til baka, þ.e. allt sem tengist bókum
og lestri. Enda varð ég snemma læs og upp
frá þeirri stundu voru bækur traustir og
algjörlega ómissandi lífsförunautar. Lífið var
bækur og bækur voru lífið.
har sem tilveran var einfaldari og færra
við að vera þarna f fornöld þá varð ég þessi
dæmigerði bókaormur sem las ALLT. En
það var svo sem ekkert merkilegt, engin
hetjudáð. Bara óhjákvæmilegt.
Lestrarsjúkt barn í afþreyingarleysinu
' ^gamla daga" varð fljótt uppiskroppa
með barnabækur. Og ekki var lesefnið í
skólanum lengi afgreitt. Þessar svokölluðu
lestrarbækur lauk ég við sama dag og
kennarinn útbýtti þeim en síðan liðu margar
vikur, ef ekki mánuðir, þar til við fengum
næsta lestrarhefti. Því var ekki um annað að
ræða en að lesa sömu barnabækurnar aftur
°g aftur, sem heillaði mig ekkert sérstaklega,
eða lesa bækur ætlaðar fullorðnum. Dagur
en yndislesturs var að sjálfsögðu ekki inni í
myndinni, það var jafnskelfileg tilhugsun og
dagur án matar og drykkjar.
Fullur vagn af bókum
Ég hafði reyndar óvenjumikinn tíma til að
lesa, ekki bara í samanburði við nútlmabörn
heldur líka önnur steinaldarbörn. Vegna
heilsuleysis í æsku var ég oft rúmliggjandi
dögum eða vikum saman, m.a. á sjúkrahúsi,
°g þá voru bækur lífsbjörgin mín.
Gleymum ekki að í „gamla daga" var
heimsóknartíminn á barnadeild Landspítalans
bara einn klukkutími á viku og dagarnir voru
hræðilega lengi að líða hjá litlum sjúklingum
sem söknuðu pabba og mömmu.
Þegar ég rifja upp minningar frá
spítalavistinni man ég aðallega eftir tvennu:
Slepjulega sagógrjónagrautnum, sem mér
fannst verri en sjálf veikindin, og tryllingslegu
tilhlökkuninni sem fylgdi því að heyra ískrið
í hjólum bókavagnsins sem sjálfboðaliðar
Rauða krossins ýttu á milli sjúkrastofa.
Hugsið ykkur bara lúxusinn fyrir Ktinn
lestrarhest, sem þar að auki var dálítil
letibikkja, að fá reglulega fullan vagn af
bókum alveg upp að rúmstokknum. Ég
þurfti bara að teygja út höndina og benda:
„Ég vil þessa og þessa og þessa og þessa
og þessa." Ef ég hefði ekki þurft að borða
sagógrjónagraut og ef pabbi og mamma
hefðu fengið að koma aðeins oftar í
heimsókn hefði barnaspítalinn verið algjört
himnaríki.
Tilfinningar og ógn
En hvaða bækur las ég og um hvað fjölluðu
þær? Þegar ég byrjaði að rifja það upp fékk
ég enn eina sönnun þess hvað ég er léleg
að muna söguþráð í bókum og bíómyndum.
Það sem situr eftir eru fyrst og fremst þau
tilfinningalegu áhrif sem lesturinn hafði á
mig, ekki nöfn sögupersóna, hvað gerðist
og í hvaða röð. Oft tengi ég líka ákveðna
lykt eða bragð við bækur sem ég gæti
annars ekki lýst þótt ég ætti líf mitt að
leysa. Án þess að hafa fyrir því nokkur rök
held ég þess vegna að það hljóti að vera
afar einstaklingsbundið á hvaða stöðvar í
heilanum bóklestur hefur áhrif.
Tilfinningar. Það eru mínar ær og kýr,
jafnt í bókum sem ég les, bókum sem ég
skrifa og bara f
lífinu almennt. Þess
vegna er kannski ekki skrýtið hvaða
bækur eru mér eftirminnilegastar úr æsku:
Blómakarfan, Bláskjár og Heiðu-bækurnar.
Blómakarfan, eftir Christoph von Schmid,
er fyrsta bókin sem kom mér til að gráta.
Slíku gleymir maður ekki. Þetta er afskaplega
hugljúf formúlusaga um góða, fátæka stelpu,
dóttur garðyrkjumanns í stórri höll, sem
sökuð er um þjófnað. Stelpan er auðvitað
alsaklaus en getur ekki sannað sakleysi sitt.
Og til að hrella viðkvæma lesendur enn
frekar bíður hennar hvorki meira né minna
en dauðarefsing. Sannleikurinn kemur sem
betur fer í Ijós á elleftu stundu en samt
varð ég alltaf jafnmiður mín yfir óréttlæti
heimsins í hvert sinn sem ég las söguna.
Þetta var nefnilega ein af þeim bókum sem
ég marglas.
í tímaritinu Fálkanum árið 1940 er
Blómakarfan sögð „fallegasta og áhrifaríkasta
saga fyrir börn og unglinga, er út hefir verið
gefin á Islandi. Ekkert barn ætti að fara á mis
við það að eignast þessa bók."
Ég rakst á þessa tilvitnun á netinu þegar ég
las mér til um höfundinn, þennan Christoph
von Schmid, sem ég þekkti hvorki haus
né sporð á. Hann reyndist hafa fæðst á
18. öld og starfað sem prestur, kennari og
barnabókahöfundur. En Blómakarfan hans
lifir enn góðu lífi og m.a. er hægt að lesa
hana á netinu þar sem hún er löngu komin
úr höfundarétti. Enski titillinn er einfaldlega
The Basket of Flowers.
Önnur bók sem ég tengi við ólgandi
tilfinningar er Bláskjár. Ég vissi heldur ekkert