Börn og menning - 01.04.2012, Qupperneq 22

Börn og menning - 01.04.2012, Qupperneq 22
rgtK / kringum sumardaginn fyrsta lifnaði yfir borginni. Vorið var komið með ióuna, fífia og stóla fyrir utan kaffihús. Síðastliðin ár hefur nýr vorboði verið að festa sig í sessi og i ár urðu flestir Reykvíkingar varir við hann. í húsum, söfnum og görðum mátti heyra ærsl og kæti. í boði voru ótrúlegustu uppákomur eins og bíóspretta, skemmtimenntun, ratleikhús, sirkhússmiðja, flugdrekasmiðja og auðvitað börnin, býflugurnar og blómin. Barnamenningarhátíðin í Reykjavík var hafin. Börnin áttu borgina. Barnamenningarhátið var haldin i Reykjavík dagana 17.-22. aprii en hún er árlegur viðburður sem var fyrst haldin árið 2010 og er skipulögð af Höfuðborgarstofu. Hátíðin snýst um menningu barna á aldrinum 2 til 12 ára en þema nýliðinnar hátíðar var „ Uppspretta " og endurspegiaðist það með ýmsum hætti í tæplega tvö hundruð viðburðum. Af þessu tilefni rabbaði Hetga Ferdinandsdóttir við Oddnýju Sturludóttur, borgarfulltrúa og formann skóla- og fristundaráðs, um barnamenningarstarf Reykjavíkurborgar og það sem er i gerjun á þessu sviði hjá borginni. Af mörgu er að taka og má þar nefna „Menningarfánann" sem á engan sinn lika í heiminum og er um það bil að stíga sin fyrstu skref, ýmis lestrarhvetjandi verkefni og svo tónvísindasmiðjur Bjarkar Guðmundsdóttur og borgarinnar. Biophilia Biophilia er heiti á tónvísindasmiðjum sem er ætlað að gefa grunnskólabörnum tækifæri til að upplifa samspil tónlistar og vísinda á alveg nýjan hátt og boða nýja tíma í kennsluháttum og skapandi skólastarfi. Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður átti frumkvæði að verkefninu en umsjón með því höfðu Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar hjá Reykjavíkurborg, listamaðurinn Curver og Guðrún Bachmann frá Háskóla unga fólksins. Með verkefninu rættist gamall draumur Bjarkar, draumur um að finna nýjar leiðir til að kveikja áhuga og sköpun barna á vettvangi tónlistar. Unnið er með lög af plötu Bjarkar, Biophilia, en hvert og eitt lag stendur fyrir hugtök úr eðlisfræði, t.d. eldingar, tunglskipti, svarthol, árstíðir og DNA. Björk hefur einnig tengt ákveðin tónlistarhugtök við hvert lag út frá vísindahugtökunum en unnið er með hugtökin í öppum á spjaldtölvum. Oddný: „Þegar hugmyndir Bjarkar voru kynntar fyrir okkur [hjá borginnij voru aðeins þrjár vikur í tónleika hennar í Hörpunni. Okkur varsagtað Björk gæti verið i Hörpunni í fjórar vikur til að vinna að þessu verkefni. Þetta var of gott tækifæri til að sleppa þvi, svo að við fjármögnuðum kaup á 15 iPad og fengum kennara til liðs við okkur. Við fengum til samstarfs þrjá náttúrufræðikennara og sex tónmenntakennara auk þriggja úr skólahljómsveitum og tónlistarskólunum. Þessir kennarar lögðust svo yfir öppin og hugtökin og veltu fyrir sér hvernig hægt væri að vinna kennsluleiðbeiningar og hugmyndabanka úr þessu frábæra efni. Björk var svo áhugasöm að hún sat marga vinnufundi með kennurunum okkar og fræðimönnum úr HÍ til að fyigja verkefninu eftir. Háskóli íslands kom inn í verkefnið í gegnum Háskóla unga fólksins svo að þetta varð þrihliða samstarf. HÍ kom með djúpu vísindaþekkinguna en náttúrufræðikennararnir úr grunnskólunum fundu lausnir á því hvernig þróa mætti hugtökin í framkvæmd með 10-12 ára krökkum. Siðan höfum við þróað prógramm sem við getum boðið 10-12 ára krökkum úr öllum hverfum borgarinnar. Það voru 50 nemendur tóku þátt í verkefninu i Hörpu á skólatima, unnu með öppin og fengu að prófa hljóðfærin hennar Bjarkar. Kennararnir sem tóku þátt i verkefninu höfðu á orði að

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.