Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 26
26
Börn og menning
Ömmustelpan Freyja er ekki fyrr komin inn
úr dyrunum en hún biður ömmu að lesa fyrir
sig. Enn er hún ung að árum og fær þvílíkt
dálæti á einstaka bókum að ekkert annað
kemst að mánuðum saman. I fyrra, þegar
hún var bara fjögurra ára, var það Kári litli
og klósettskrímslið eftir Þórgunni Oddsdóttur
sem átti hug hennar allan. „Nei, hann Kári er
sko alls engin gunga," sagði Freyja stundum
við ömmu með samsærisglotti og amma var
glöð í hjarta sér yfir að eiga eitthvað alveg
svona prívat með skírleiksstelpunni sinni.
En þegar Kári var búinn að vingast við
klósettskrímslið í þúsundasta skiptið fannst
ömmu nóg komið. Kannski voru það áhrif frá
hinum þrönga heimi klósettsins sem gerðu
það að verkum að amma var komin í virkilegt
stuð til víkka sjóndeildarhringinn og skella
sér í Ferðina til Panama. Næst þegar Freyja
kom i heimsókn hafði amma á lúmskan hátt
lagt appelsínugula bók með hlýlegri mynd
af vinunum tveimur, litla tígrisdýrinu og litla
birninum, ofan á Kára litla og klósettskrimslið.
Meira þurfti ekki til - nú hafa amma og Freyja
ferðast vikulega til Panama mánuðum saman
og engin ferðaþreyta komin í þær enn.
Ferðin til Panama er eftir Þjóðverjann
Janosch (höfundarnafn Horst Eckert, f.
1931) og kom bókin út í Þýskalandi 1978.
Bókaútgáfan Svart é hvítu gaf hana út í
íslenskri þýðíngu Guðrúnar Kvaran 1982.
Janosch, sem lítur á sig sem myndskreyti fyrst
og fremst, hefur gefið út hátt í tvö hundruð
bækur sem hafa verið þýddar á 47 tungumál.
Verk hans fyrir fullorðna eru þekkt fyrir
þjóðfélagsádeilu og skopstælingar en bækur