Börn og menning - 01.04.2012, Síða 31
Óhugnaður á Rökkurhæðum
31
þar býr ekki nokkur maður lengur vegna
óhugnanlegra atburða sem þar áttu sér
stað. Lesandinn fær ekkert meira að vita
en kannski upplýsist óhugnaðurinn í sfðari
Rökkurhæðabókum. Það kemur fljótt í Ijós
við lestur bókar númer tvö, Óttulundar, að
sami vinahópur eða sami hópur unglinga er
uppistaðan í persónugalleríi sagnanna.
Vitsmunasugan
í Rústunum, sem Birgitta Elín Hassel skrifar, fá
lesendur að kynnast Önnu Þóru, fjórtán ára,
sem er mjög önnum kafin, spilar handbolta,
lærir djassballett, rennir sér á snjóbretti og
sinnir félagslífinu í skólanum en lætur námið
sitja á hakanum. Einn vondan veðurdag
gengur Anna Þóra í bókstaflegum skilningi
í fangið á veru sem hún kallar stelpu. Þetta
er hin dularfyllsta vera og erfitt að gera sér
grein fyrir hvaðan hún kemur eða hver hún
er. Hún virðist ekki vera draugur, hvað þá að
hún sé af þessum heimi. Og hvað er hún að
gera í Rökkurhæðum? Útlitsfe/punnarvekur
Önnu hrylling, glottið á vörunum hræðir
hana en augun vekja þó mestan hroll, minna
á kolsvart hyldýpi. Um leið og Anna lítur í
þessi augu heyrir hún undarleg hljóð - vein
barnsgrát ýlfur drunur (bls. 10). Höfundur
rýfur frásögnina með því að skáletra hughrif
eða hljóð sem aðalpersónan þykist skynja
eða heyra. Mjög fljótlega virðist stelpan
ná gífurlegum tökum á Önnu Þóru og
hún býðst til að taka að sér að læra heima
fyrir hana, vera góða stelpan heima fyrir,
bókstaflega verða Anna Þóra. Hún skiptir um
ham frammi fyrir Önnu:
Stelpan kom nær og Anna Þóra starði á
hana. Hún var með sama Ijósskollitaða
hárið, sömu brúnu augun, sama nef,
jafnvel sömu leiðindabóluna á enninu
sem hafði pirrað hana svo þegar
hún leit í spegilinn ( morgun. Hún
sá að stelpan var meira að segja
komin í samskonar föt og hún sjálf,
gallabuxur, hettupeysu og vindjakka.
(bls. 16-17)
Anna Þóra eygir tækifæri til að geta sinnt
öllum íþróttum og tómstundum sem hana
lystir og hún þiggur boðið. En hvers konar
vera er þetta? Hún líkist ekki neinum verum
í íslenskum þjóðsögum en kannski má
rekja áhrifin til Harry Potter? f kringum
þann mæta galdrastrák er að finna ýmsar
sérkennilegar verur, þar á meðal vitsuguna.
Ármann Jakobsson hefur skrifað fróðlega
grein í Tímarit Máls og menningar og kallast
hún „Yfirnáttúrlegar ríðingar". Greinin
fjallar um vitsugur, verur sem eiga heima í
bókunum um Harry Potter eftir J.K. Rowling.
„Ef vitsugunni gefst tækifæri til, nærist hún
á fórnarlambi sínu þangað til það er orðið
eins og hún sjálf...sálarlaust og illgjarnt"1 2 3.
Það sem er ólíkt þessu í Rústunum er að
hin dularfulla vera breytist í fórnarlambið
og vill verða það með húð og hári. Ármann
telur að vitsuguna megi helst tengja við
íslenska tilberann sem þótti og þykir hið
víðbjóðslegasta kvikindi og sníkjudýr4.
Stelpan í líki Önnu Þóru vinnur ástir móður
hennar og kennara og kemur sér alls staðar
vel. Ef ekki verður gripið til einhverra ráða
mun hún hrekja Önnu Þóru burt úr þessu
lífi. Anna Þóra getur sinnt félagsmálum
og tómstundum að vild. Ekkert fæst samt
ókeypis, eitthvað hlýtur stelpan að vilja
fyrir greiðann. En hvað? Þar koma íslenskar
þjóðsögur til skjalanna. Hún vill að Anna
Þóra segi nafn hennar fyrir skólalok:
... ef þér tekst að giska á mitt rétta
nafn fyrir einkunnaafhendingu í vor
þá hverf ég úr lífi þínu eíns og ég hafi
aldrei verið til. Ef þú getur ekki giskað
á mitt rétta nafn þá hverfur þú úr
lífi mínu eins og þú hafir aldrei verið
til. Þá geng ég inn í líf þitt og kem i
staðinn fyrir þig. (bls. 19)
Fyrsta nafnið sem kemur upp í huga Önnu
Þóru er Gilitrutt, mjög líklega vegna góðra
kynna við þá sögu. En henni reynist þrautin
þyngri að finna rétta nafnið. Líkt og í
mörgum (slenskum þjóðsögum verður Anna
að vinna ein að lausn gátunnar. En það
reynist henni ofviða að lúra ein á þessu
mikla leyndarmáli svo hún fær vinkonu sína,
Margréti, til að hjálpa sér. En um leið stofnar
hún lífi vinkonunnar í hættu.
Allir þeir sem hafa grunsemdir um
stelpuna í hlutverki Önnu Þóru verða að
gjalda fyrir þær, þeir veikjast (bróðir Önnu
Þóru, Arnar Þór), deyja (hundurinn Píla)
eða hverfa (Margrét). í lok bókarinnar nær
Anna Þóra að koma stelpunni, útblásinni og
skelfilegri með langa og brennandi fálmara,
ofan í holu, Dauðaholuna, sem hún á ekki
afturkvæmt úr.
Eftir að lestri lýkur vakna ýmsarspurningar.
Á lesandi að trúa því að enginn sakni
Margrétar? Að enginn sjái eftir hundinum
Pílu sem drepinn er með voveiflegum hætti?
Hvað er að frétta af bróðurnum veika? Það
er í lagi að skila lesanda eftir í lausu lofti
en hér er gengið of langt. Höfundar vilja
skrifa fyrir börn og unglinga og segja sjálfir
á heimasíðu sinni að markmiðið sé að skrifa
vandaðar bækur. Þeir þurfa að setja sig (
spor barna og unglinga og hugsa hvað unga
fólkið vill og hvernig það hugsar. Þegar
maður leggur bókina frá sér á hann að vera
sáttur.
Óttulundur
En bíðið við, það er framhald og þar hljótum
við að fá svör við öllum spurningum.
Höfunda bókanna langaðí til að skrifa
saman bækur en samt ekki þannig
að hver bók væri skrifuð af báðum.
Þá kom upp. sú hugmynd að skapa
heim þar sem jafn ólíkir rithöfundar
og þær báðar gætu skrifað sögur sem
tengdust án þess að þurfa að skrifa
bækurnar í sameiningu.5
Óttulundur er næsta saga í bókaflokknum
og er eftir Mörtu Hlín Magnadóttur. Bókin
dregur nafn sitt af götu í einu hverfi
borgarinnar Sunnuvíkur. Meira er um
skáletraða texta í þessari sögu og tákna
þeir inngrip hins óvænta, hins dularfulla í
söguna. Feitletraður texti er oftast endurlit,
upprifjun á fortíð. Það eina sem tengir þessar
tvær sögur er vinátta stelpnanna og veikindi
bróður Önnu Þóru. Hvergi er minnst á alla
lífsreynslu Önnu Þóru eða hvarf Margrétar.
1 Birgitta Elín Hassell og Marta Hlfn Magnadóttir,
2009.
2 Markmið Bókaveitunnar, 2011.
3 Ármann Jakobsson, 2009, 111.
4 Ármann, 2009, 112.
5 Útgáfa Bókabeitunnar, 2011.