Börn og menning - 01.04.2012, Síða 38
38
Börn og menning
Fyrir augum þeirra
yngstu í Gerðubergi
IBBY á íslandi stendur árlega fyrir ráðstefnu um
barna- og unglingabækur í Gerðubergi ásamt
Borgarbókasafni Reykjavíkur, Rithöfundasambandi
(slands - Síung, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur,
Félagi fagfólks á skólasöfnum og Upplýsingu - Félagi
bókasafns- og upplýsingafræða. I ár var sjónum
beint að fyrstu bókmenntum lífsins, þeim bókum
sem leiða unga lesendur inn í sagnaheim sem verður
þeim vonandi aðgengilegur alla ævi. Anna Þorbjörg
Ingólfsdóttir flutti erindið Api, c, d, e, f, g, ettir kemur
h, i, k, ellimenn og einnig p. Atla é kúðar standi hjá,
Ásmundur K. Örnólfsson nefndi fyrirlestur sinn Lestur
leikskólamanns, Bryndís Loftsdóttir flutti fyrirlesturinn
Sa/a islenskra barnabóka - þróun siðustu ára og
brýnustu verkefni og Áslaug Jónsdóttir Velkominn í
heiminn... - þankar um myndabókina, höfundinn og
lesandann. Mæting var Ijómandi góð og umræður
líflegar.
Barnabókasetur stofnað
Sá gleðilegi atburður varð hinn 4. febrúar síðastliðinn að barnabókasetur var
stofnað við Háskólann á Akureyri eftir áralanga umræðu um mikilvægi slíks
seturs. Stofnaðilar eru auk háskólans IBBY á íslandi, Amtsbókasafnið á Akureyri,
Minjasafnið á Akureyri, Samtök barna- og unglingabókahöfunda, Félag fagfólks á
skólasöfnum og fleiri. Barnabókasetrið er rannsóknasetur um barnabókmenntir og
lestur barna og mun starfsemin einnig snúa að lestrarhvatningu og aukinni umræðu
um barnabókmenntir. IBBY á fslandi óskar hinu nýja Barnabókasetri alls hins besta
í framtíðinni og vonar að tilurð þess verði barnabókmenntunum og æsku landsins
til mikilla heilla.
Dagur barnabókarinnar
Dagur barnabókarinnar er 2. apríl, fæðingardagur H.C. Andersens,
og hafa alþjóðasamtök IBBY hvatt til þess að honum sé fagnað frá
árinu 1967. íslandsdeild IBBY stóð af því tilefni fyrir hátíðahöldum um
allt land fimmtudaginn 29. mars þegar ný smásaga Sögusteinshafans
Ragnheiðar Gestsdóttur, Eins og i sögu, var lesin samtímis fyrir alla
grunnskólanemendur landsins á aldrinum 6-16 ára. Sögunni var
útvarpað á Rás 1 í sömu andrá og þannig sameinuðust tugir þúsunda
hlustenda á öllum aldri í þessari stærstu sögustund landsins. Að lestri
loknum áttu kennarar þess kost að vinna áfram með söguna með
aðstoð kennsluleiðbeininga frá höfundinum, sem sérsniðnar voru að
öllum stigum grunnskólans. Framtakið tókst fjarskalega vel, rétt eins og
í fyrra þegar IBBY á fslandi stóð fyrir sambærilegri sögustund af þessum
toga í fyrsta sinn.