Studia Islandica - 01.06.1949, Side 6

Studia Islandica - 01.06.1949, Side 6
4 lcondu, þá er orsökin sú, að hið undanfarandi hljóð lík- ist hinu síðara að meira eða minna leyti: 1 báðum þess- um tilfellum tekur það upp aðkvæðisstað hins síðara hljóðs, sem tillíkingunni veldur. Hljóðin verða þannig samkvæð (homorgan). Slík tillíking getur auðveldlega orðið með tilliti til röddunar: Þannig missa l, m, n röddun sína á undan p, t, k í sunnlenzku, en r missir röddun á undan p, t, Jc, s um allt land. Dæmi: stúlka, hempa, vanta og verpa. Tillíking getur gengið svo langt, að hljóðin verði söm og jöfn, eins og þegar fors verður foss, afmœli verður ammceli. Innskot hljóðs, — hvort sem það er sérhljóð eins og í maður (af maðr) eða samhljóð eins og í snúa ( = stnúá) —, er líka oftast afstöðubundin hljóðbreyting og skýr- anleg á þeim grundvelli. T. d. kemur t í stnúa af þvi, að gómfillan (velum) opnar vitund síðar en skyldi fyr- ir loftstrauminum út í nefið. Hvarf, samfelling (haplo- logia) og samdrátt hljóða má skýra á sama hátt, stund- um líka stafavíxl, aftur á móti er ekki eins auðvelt að skýra ólíking (dissimilatio) hljóða á grundvelli afstöð- unnar einnar, þótt hún hafi sýnilega einhver áhrif á breytinguna. Afstöðubundnar hljóðbreytingar eru það og, þegar rödduð samhljóð verða hálfrödduð eða nær órödduð í enda orðs (málsgreinar), enn fremur allar breytingam- ar, sem á verða enda eða byrjun orða í samföstu máli. Menn beri saman Jón og Jón Björnsson, Jón Finnboga- son, Jón Gunnarsson, Jón Hafliðason, Jón Jónsson, Jón Ketilsson, Jón Leifsson, Jón Magnússon, Jón Pétursson, Jón Rögnvaldsson, Jón Sveinsson, Jón Vigfússon, Jón Þorláksson og loks Jón Ófeigsson, — eða menn beri saman hann og er hann. Þá em breytingar þær, sem við áherzlu eru bundn- ar, afstöðubundnar hljóðbreytingar og flestar vel skilj- anlegar, enda skýrðar mjög. Meðal slíkra breytinga em veiklun hljóða í áherzlulitlum eða áherzlulausum sam-

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.