Studia Islandica - 01.06.1949, Page 9

Studia Islandica - 01.06.1949, Page 9
7 en þetta virtist vera algeng og skiljanleg tillíking. Slíkri skýringu var ekki til að dreifa um Eyddali og því síður um Eytáli. Ástæðan til þess, að þessar hljóðbreytingar vöfðust fyrir mér á stúdentsárum mínum, var sú, að ég hafði ekki gert mér nægilega ljósa grein fyrir áhrifum hljóð- kerfisins á hin einstöku hljóð. En þetta eru í raun og veru kerfisbundnar áhrifs- hljóðbreytingar. Það, sem hér gerist, er þetta: 1 daglegu tali og með mikilli brúkun (mikilli tíðni) hættir sam- settum orðum við því að dragast inn í flokk hinna marg- falt tíðari ósamsettu orða. Það er eigi aðeins, að sam- settu orðin styttist til eins konar jöfnunar við ósam- settu orðin, heldur taka þau ýmsum öðrum breyting- um til að líkjast þeim sem mest. Þannig verður nú sam- setta orðið Ey-dálir að Eyd-álir, ósamsettu orði gerðu úr stofni og viðskeyti. En það er ekki nóg. Stofnsam- stafan verður líka að breytast í samræmi við venjuleg- ar stofnsamstöfur í ósamsettum orðum. Og þegar að er gáð, sést, að d kemur aldrei fyrir milli sérhljóða í ósamsettum orðum í austfirzku máli. En þau hljóð, sem næst liggja d og koma fyrir í ósamsettum orðum, eru einmitt t eða dd. En það voru hljóðin, sem komu sjálfkrafa í munn karlanna og kerlinganna, þegar þau voru að afbaka Eydáli í Eytáli eða Eyddáli. Nákvæm- lega af sömu ástæðu íslenzkuðu Breiðdælingar þann danska soda, sem þeir keyptu í búðunum, og kölluðu hann sóta (vllarsóti). En nú vaknar spurningin: Gæti það ekki hugsazt, að ýmsar af tillíkingunum væru a. m. k. að sumu leyti að þakka eða kenna kerfinu á sama hátt? Við nánari aðgæzlu kemur það í ljós, að svo hlýtur að vera. Ef Breiödalur verður Breiddálur, þá er það ekki eingöngu vegna þess, að tillíkingin dd er auðveldari en hið ótil- líkta hljóðsamband Öd, heldur líka og kannske fyrst og fremst af því, að í ósamsettum orðum hefur dd ver-

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.