Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 10

Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 10
8 ið algengt og einhaft aftan úr fomeskju, eins og sagn- imar breiða : breiddi, greiða : greiddi sýna. Þetta bendir eindregið í þá átt, að þar, sem ný hljóða- sambönd koma upp í málinu, hvort sem er í samsetn- ingum eða í útlendum orðum, þá sé tilhneigingin sterk til að laga þau eftir þeim hljóðasamböndum, sem næst þeim standa og venjuleg eru í ósamsettum orðum. Og að þetta sé í raun og veru áhrifsbreyting (analogical change) er augljóst af fyrrgreindu dæmi: Eydálir verða Eytálir/Eyddalir. Það er ekki jafn-augljóst um Breiddal, en líkurnar til þess em þó mjög sterkar. Ef skyggnzt væri eftir orsökum annarra tillíkinga, stafavíxla o. fl., mundi það koma í ljós, að hljóðasam- böndin breytast fyrst og fremst af því, að þau eru ólík hinum venjulegu (tíðustu) hljóðasamböndum í ósam- settum orðum málsins. Til að gera þetta sennilegt, mundi eigi þurfa annað en athuga tíðni hljóðasamband- anna í ósamsettum orðum. Mundi það þá koma í ljós, að tíðustu samböndin eru þau mælisnúra, sem sníður hinum sjaldgæfari stakkinn, jafnskjótt sem þau stinga upp höfðinu í samsettum eða útlendum orðum. Til að byggja fyrir misskilning er rétt að athuga, hvað einkennir hin venjulegu hljóðasambönd annað en tíðni þeirra. Það er í stuttu máli þetta: að þau virð- ast allra hljóðasambanda auðveldust í máli því, sem þau eiga heima í. En ef menn skyggnast eftir, hver sé orsök auðveldni þeirra, þá verður oft ekki bent á aðra skynsamlega skýringu en tíðnina. Einkum verður þetta augljóst, ef hliðsjón er höfð af því, hvað auðvelt þyk- ir í útlendum tungumálum. Flestir íslendingar mundu sammála um, að auðveldara sé að bera fram dd en ðd. Þó er hið síðara varla erfiðara í framburði en t. d. zn, sem algengt var í frumnorrænu, eða jafnvel st, sem nú er eitt af algengustu hljóðasamböndum málsins. Eða mundi það vera erfiðara en tn eða dn, sem útlending- um er hérumbil ómögulegt að læra í íslenzku? Finnar

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.