Studia Islandica - 01.06.1949, Qupperneq 11

Studia Islandica - 01.06.1949, Qupperneq 11
I 9 geta ekki heldur sagt st í byrjun orðs, strönd er á finnsku ranta, og finnska stúlkan, sem ætlaði að segja: „I get stronger and stronger every day“ — sagði í þess stað: „I get (w)ronger and (w)ronger.“ Fyrir íslend- inga sjálfa er enginn bamaleikur að læra að bera rétt fram ensku orðin gin, chin, judge, church, en ekki ber á því, að þetta þyki erfið hljóðasambönd þeim, sem vanizt hafa frá bamæsku. En nú skal málinu vikið aftur að hinum samsettu orðum. tJr þvi að hér hefur verið litið á tvö samsett orð, sem í daglegu máli hafa skipzt úr flokki sjaldgæfra samsetninga í flokk algengra ósamsettra orða, þá þyk- ir rétt að athuga nokkm nánar önnur samsett orð, sem eins er ástatt um. Orð eins og kawpmaður, kaupfélag, óskaplega, útnári, átmatur, vitlaus, einstaklega, staksteinóttur verða stund- um kauppmaður, kauffélag (eða kaufélag), ósskapplega, úttnári, áttmatur, vittlaus, einstakklega, stakksteinótt- ur. Og Ásgeir getur orðið Ássgeir. Annars er reglan sú, að sérhljóðin haldist löng, en samhljóðin stutt í fyrra lið samsetningar, ef samhljóðið er p, t, k, s. Hér eru sérhljóðin stytt, en samhljóðin lengd, þvert ofan í regl- una. Hver er ástæðan? Sú, að orðin dragast inn í flokk ósamsettra orða, sökum tíðni þeirra, en í ósamsettum orðum eru p, t, k, s ávallt hálf-löng á eftir stuttu sér- hljóði, ef annað samhljóð fer á eftir þeim (nema það sé j, r, v). Dæmi: voppna, vattna, guttla, vakkna, Ássta, æsska. Með öðrum orðum: eins og Eydálir verða Eydd- cdir fyrir áhrif frá fyrirmyndum svo sem leiddur, eins og Breiðdalur verður Breiddalur fyrir áhrif frá breiða: breiddi, þannig verður vitlaus að vittlaus fyrir áhrif frá fyrirmyndum eins og littlir, tittlingar. En hér er fleira athugandi um samsetningamar. Ef borin eru saman orð eins og haf: hafgola, þá kemur það í ljós, að f (v) hefur í samsetningunni lengzt, en undanfarandi sérhljóð (a) stytzt alveg á sama hátt og L

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.