Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 25

Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 25
23 verið andhverf þróun einnig hér, y hafi færzt í áttina til u, eða staðið kyrrt, unz u, sem sjálft var á leið til y, náði því. Ekki verður annar samruni hljóða á þessum öldum, en hins vegar skerpast andstæðurnar enn fremur með andhverfri hreyfingu hinna fornu stuttu og löngu hljóða. Þannig verður sú breyting á andstæðunum i:í og u:ú, að i, u lækka í framburði, þar sem í, ú haldast mjög há (eða hækka?). öll hin löngu sérhljóðin taka nú að breytast í tvíhljóð: é verður ie, je, ó verður ou, æ verð- ur ai, á verður 9u eða au. Mætti ef til vill kerfa þessi nýju hljóð á þennan hátt: Stutt i e a u ö o Löng í ú ie(=é) óu (= ó) æí (= æ) 9U (= á) f þessum kerfum rýfur nú é>ie>je samræmið eins og kvistur í furu. Hvers vegna varð é ekki ei í samræmi við hinar breytingarnar (£é>æi>ai, ó>ou, 9 (= á) > 9U > au) ? Ástæðan hlýtur að vera sú, að ei var til í málinu áður. Annars eru í handritum allmargir rithætt- ir, sem benda til þess, að é vildi verða ei, leit fyrir lét o. s. frv. Til þess kom ekki að vísu, en é-ie-je varð fyr- ir bragðið útlægt úr kerfi hinna löngu hljóða, því að fyrri hluti þess varð að samhljóðinu j og seinni hlutinn að hinu stutta sérhljóði e: j+e, je. Með fomum og nýjum tvíhljóðum líta íslenzku sér- hljóðakerfin þá þannig út, áður en nýja hljóðdvalar- breytingin verður: Stutt i u e (je) ö a o Löng í ú ei öy ( = au) ou ( = ó) ai (=æ) au ( = á) Þess er að geta, að hið foma tvíhljóð ey mun hafa

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.