Studia Islandica - 01.07.1966, Blaðsíða 93

Studia Islandica - 01.07.1966, Blaðsíða 93
91 leyti mannjöfnuðinn. Snorri virðist hafa farið beint eftir einhverju handriti þáttarins, þó að hann hafi gert nokkrar breytingar. 155. kafli í sögu hans er inngangur frásagnarinnar, og efni þessa kafla hlýtur upphaflega að hafa verið hluti Rauðúlfs þáttar, þó að hann sé nú ekki til í frumgerð. Ástæðan til þess, að Snorri tók þáttarefnið upp í sögu sína — sem það virðist í fljótu bragði ekki koma við í neinu, sem máli skiptir — má ætla að verið hafi þessi: Rétt á eftir ágripinu í sögunni kemur frásögn um aftöku Þóris ölvissonar, sem Dagur Rauðúlfsson er við riðinn. Hlutdeild Dags í þessu hefur Snorri búið til; í heimildum hans var ekki skýrt, hvemig svik Þóris komu í ljós. Til þess notar Snorri sérkennilegar gáfur Dags, en til að gera nægilega grein fyrir honum, þurfti hann að taka upp inntak Rauðúlfs þáttar. 1 kaflanum um Þóri og viðar hefur Snorri notað atriði úr þættinum, sem hann hafði sleppt í ágripinu. Auðséð er, að höfundur Rauðúlfs þáttar hefur notað einhverja sögu Ólafs helga, og sennilegt er, að frásögnin hafi í fyrstunni verið samin sem þáttur í sögunni. Óræk vitni benda til þess, að sú sögugerð, sem höfundur fór eftir, hafi hvorki verið Elzta Sagan né Miðsagan. Þar sem hún hefur ekki heldur getað verið saga Snorra, hlýtur hún að hafa verið Styrmis saga. Mynd Ólafs konungs í þættinum kemur vel heim við mynd hans í þeim brotum af sögu Styrmis, sem enn eru til. 1 báð- um ritunum er konungurinn sagður vera nokkuð kvenhollur. Vel gæti verið, að Styrmir sjálfur væri höfundur þáttarins, eða hann hafi að minnsta kosti um hann fjallað. 6. Rauðúlfs þáttur er varðveittur sem innskot í allmörgum hand- ritum af Ólafs sögu helga hinni sérstöku eftir Snorra Sturluson, þar sem skrifarar hafa sett hann í stað ágrips Snorra. Þátturinn hefur þvi verið mjög vinsæll. Þar sem tengsl texta þáttarins koma ekki heim við tengsl aðaltexta Ólafs sögu í sömu handritum, er ljóst, að þættinum hefur all- oft verið skotið inn í söguna af einstökum skrifurum. Flest handrit hera þess merki, að skrifarar hafi reynt að flétta saman frásögn þáttarins og ágrip Snorra, og þau skiptast í flokka eftir innskotum í texta þáttarins, runnum frá ágripinu. Sumir slíkir íaukar hafa verið gerðir, áður en texti þáttarins var felldur inn í sögu Snorra. 7. Þar sem Rauðúlfs þáttur er eldri en Ólafs saga Snorra, en yngri en saga Styrmis eða samtíða henni, hlýtur að vera nærri sanni, að hann hafi verið saminn í núverandi mynd á öðrum eða þriðja tug þrettándu aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.