Studia Islandica - 01.07.1966, Blaðsíða 9

Studia Islandica - 01.07.1966, Blaðsíða 9
FORMÁLI Ritsafnið Islenzk frœSi eða Síudia Islandica stofnaði Sigurður Nor- dal 1937 og var útgefandi þess og ritstjóri allt til 1951. Síðan tók heim- spekideild Háskóla íslands við útgáfunni, og frá 1962 hefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs einnig verið aðili að henni. Upphaflega birti það eink- um erindi, sem flutt höfðu verið á rannsóknaræfingum íslenzkra fræða í háskólanum, og kom þá út eftir þvi, sem á stóð. Síðar hefur efni verið fengið viðar að, og nú á annan áratug hefur að jafnaði komið út eitt hefti árlega (sbr. ritaskrána hér í bókarlok). I fyrra varð þó skarð í útgáf- una, m. a. vegna veikinda ritstjóra. En í ár koma í staðinn út tvö hefti. Flestar hafa ritgerðirnar verið á íslenzku, en einnig á ensku, norsku og sænsku. Islenzk fræði eru nú stunduð býsna viða um heim, til að mynda eru nú upp undir tiu útlendingar að semja meistaraprófs- og doktorsritgerðir um efni úr íslenzkum bókmenntum 19. og 20. aldar, auk alls annars. Studia Islandica getur þvi miður ekki tekið að sér birt- ingu svo stórra ritverka. En ritinu er ánægja að því að greiða fyrir út- gáfu á rannsóknum erlendra fræðimanna, eftir því sem föng eru á, þótt þvi miður séu því þar skorður settar. Þegar hafa birzt í þessu safni ritgerðir eftir Englendinga, Frakka, Hollending og Svía, auk Islendinga vestan hafs og austan. Að þessu sinni birtist ritgerð á sviði samanburðarbókmennta (lit- térature comparée) eftir ungan brezkan fræðimann. Anthony Faulkes stundaði nám hjá hinum merka íslenzkufræðingi prófessor Turville-Petre í Oxford, lauk þar B.A.-prófi í fomensku og islenzku 1960. Hann var við Háskóla Islands sem styrkþegi íslenzku ríkisstjómarinnar 1960—61 og vann þá að ritgerð um elztu islenzku orðabókina, Specimen lexici runici (Kh. 1650), sem hann birti í Lingua Islandica 1964. Hann lauk síðan B. Litt.-prófi við háskólann í Oxford 1965. Ritgerðin, sem hér birtist, er að verulegu leyti samin upp úr einni af þremur ritsmiðum, sem gerðar vom til þess prófs (hinar tvær vom um HreiSars þátt og Orms þátt Stórólfssonar). Höfundur er nú kennari (lecturer) í fornenskum og ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.