Studia Islandica - 01.07.1966, Page 9

Studia Islandica - 01.07.1966, Page 9
FORMÁLI Ritsafnið Islenzk frœSi eða Síudia Islandica stofnaði Sigurður Nor- dal 1937 og var útgefandi þess og ritstjóri allt til 1951. Síðan tók heim- spekideild Háskóla íslands við útgáfunni, og frá 1962 hefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs einnig verið aðili að henni. Upphaflega birti það eink- um erindi, sem flutt höfðu verið á rannsóknaræfingum íslenzkra fræða í háskólanum, og kom þá út eftir þvi, sem á stóð. Síðar hefur efni verið fengið viðar að, og nú á annan áratug hefur að jafnaði komið út eitt hefti árlega (sbr. ritaskrána hér í bókarlok). I fyrra varð þó skarð í útgáf- una, m. a. vegna veikinda ritstjóra. En í ár koma í staðinn út tvö hefti. Flestar hafa ritgerðirnar verið á íslenzku, en einnig á ensku, norsku og sænsku. Islenzk fræði eru nú stunduð býsna viða um heim, til að mynda eru nú upp undir tiu útlendingar að semja meistaraprófs- og doktorsritgerðir um efni úr íslenzkum bókmenntum 19. og 20. aldar, auk alls annars. Studia Islandica getur þvi miður ekki tekið að sér birt- ingu svo stórra ritverka. En ritinu er ánægja að því að greiða fyrir út- gáfu á rannsóknum erlendra fræðimanna, eftir því sem föng eru á, þótt þvi miður séu því þar skorður settar. Þegar hafa birzt í þessu safni ritgerðir eftir Englendinga, Frakka, Hollending og Svía, auk Islendinga vestan hafs og austan. Að þessu sinni birtist ritgerð á sviði samanburðarbókmennta (lit- térature comparée) eftir ungan brezkan fræðimann. Anthony Faulkes stundaði nám hjá hinum merka íslenzkufræðingi prófessor Turville-Petre í Oxford, lauk þar B.A.-prófi í fomensku og islenzku 1960. Hann var við Háskóla Islands sem styrkþegi íslenzku ríkisstjómarinnar 1960—61 og vann þá að ritgerð um elztu islenzku orðabókina, Specimen lexici runici (Kh. 1650), sem hann birti í Lingua Islandica 1964. Hann lauk síðan B. Litt.-prófi við háskólann í Oxford 1965. Ritgerðin, sem hér birtist, er að verulegu leyti samin upp úr einni af þremur ritsmiðum, sem gerðar vom til þess prófs (hinar tvær vom um HreiSars þátt og Orms þátt Stórólfssonar). Höfundur er nú kennari (lecturer) í fornenskum og ís-

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.