Studia Islandica - 01.07.1966, Side 93

Studia Islandica - 01.07.1966, Side 93
91 leyti mannjöfnuðinn. Snorri virðist hafa farið beint eftir einhverju handriti þáttarins, þó að hann hafi gert nokkrar breytingar. 155. kafli í sögu hans er inngangur frásagnarinnar, og efni þessa kafla hlýtur upphaflega að hafa verið hluti Rauðúlfs þáttar, þó að hann sé nú ekki til í frumgerð. Ástæðan til þess, að Snorri tók þáttarefnið upp í sögu sína — sem það virðist í fljótu bragði ekki koma við í neinu, sem máli skiptir — má ætla að verið hafi þessi: Rétt á eftir ágripinu í sögunni kemur frásögn um aftöku Þóris ölvissonar, sem Dagur Rauðúlfsson er við riðinn. Hlutdeild Dags í þessu hefur Snorri búið til; í heimildum hans var ekki skýrt, hvemig svik Þóris komu í ljós. Til þess notar Snorri sérkennilegar gáfur Dags, en til að gera nægilega grein fyrir honum, þurfti hann að taka upp inntak Rauðúlfs þáttar. 1 kaflanum um Þóri og viðar hefur Snorri notað atriði úr þættinum, sem hann hafði sleppt í ágripinu. Auðséð er, að höfundur Rauðúlfs þáttar hefur notað einhverja sögu Ólafs helga, og sennilegt er, að frásögnin hafi í fyrstunni verið samin sem þáttur í sögunni. Óræk vitni benda til þess, að sú sögugerð, sem höfundur fór eftir, hafi hvorki verið Elzta Sagan né Miðsagan. Þar sem hún hefur ekki heldur getað verið saga Snorra, hlýtur hún að hafa verið Styrmis saga. Mynd Ólafs konungs í þættinum kemur vel heim við mynd hans í þeim brotum af sögu Styrmis, sem enn eru til. 1 báð- um ritunum er konungurinn sagður vera nokkuð kvenhollur. Vel gæti verið, að Styrmir sjálfur væri höfundur þáttarins, eða hann hafi að minnsta kosti um hann fjallað. 6. Rauðúlfs þáttur er varðveittur sem innskot í allmörgum hand- ritum af Ólafs sögu helga hinni sérstöku eftir Snorra Sturluson, þar sem skrifarar hafa sett hann í stað ágrips Snorra. Þátturinn hefur þvi verið mjög vinsæll. Þar sem tengsl texta þáttarins koma ekki heim við tengsl aðaltexta Ólafs sögu í sömu handritum, er ljóst, að þættinum hefur all- oft verið skotið inn í söguna af einstökum skrifurum. Flest handrit hera þess merki, að skrifarar hafi reynt að flétta saman frásögn þáttarins og ágrip Snorra, og þau skiptast í flokka eftir innskotum í texta þáttarins, runnum frá ágripinu. Sumir slíkir íaukar hafa verið gerðir, áður en texti þáttarins var felldur inn í sögu Snorra. 7. Þar sem Rauðúlfs þáttur er eldri en Ólafs saga Snorra, en yngri en saga Styrmis eða samtíða henni, hlýtur að vera nærri sanni, að hann hafi verið saminn í núverandi mynd á öðrum eða þriðja tug þrettándu aldar.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.