Fréttablaðið - 04.03.2021, Qupperneq 6
Það hefur verið
talað um að konur
hætti frekar í lögreglunni.
Karl Gauti Hjalta-
son, þingmaður
Miðflokksins
LÖGREGLUMÁL Karl Gauti Hjalta
son, þingmaður Miðf lokksins,
hefur lagt inn fyrirspurn til dóms
málaráðherra um hvort nýútskrif
aðir lögreglumenn gangi í lögregl
una og sérstaklega hvort konur geri
það.
„Það hefur verið talað um að
konur hætti frekar í lögreglunni.
Að þær fari í lögregluna í eitt eða
tvö ár en haldi svo í önnur störf,
sérstaklega á þeim tíma þegar
atvinnuleysi var ekki hátt,“ segir
Karl Gauti sem sjálfur var skóla
stjóri Lögregluskólans árin 2014 til
2017, áður en náminu var breytt og
það f lutt til Háskólans á Akureyri.
Karl Gauti segir ásókn kvenna
í lögreglunámið sjálft síst minni
en karla og þegar hann hafi verið
skólastjóri hafi kynjahlutfall nem
enda verið hnífjafnt. Hann segist
ekki beint hafa áhyggjur af stöð
unni en nauðsynlegt sé að komast
að því hvort þær skili sér jafn vel í
störfin og karlar.
Karl Gauti hefur áður sent inn
nokkrar fyrirspurnir um lögreglu
mál, meðal annars um hvort nemar
skili sér til embættanna, sem þeir
hafa f lestir gert hingað til.
Með fyrirspurnunum segir Karl
Gauti fást betri innsýn í hvernig
breytingin á náminu hafi gengið.
Hann hafi heyrt ánægjuraddir og
söknuð eftir gamla skólanum.
Meðal þess sem Landssamband
lögreglumanna, lögreglumenn og
lögreglunemar hafa gagnrýnt hið
nýja nám fyrir er skortur á starfs
reynslu og kennslu á LÖKE tölvu
kerfi lögreglunnar. Námið sé of
fræðilegt og undirbúi nemendur
ekki nægilega vel undir kaldan
veruleika lögreglustarfa.
Rektor Háskólans á Akureyri
hefur hins vegar bent á að námið
sé í stöðugri þróun. – khg
Þingmaður vill vita hvort lögreglunemar skili sér til embættanna
COVID-19 Þór ólfur Guðna son sótt
varnalæknir segir at hyglis vert að
sum þeirra sem greinast á landa
mærunum hafi skilað inn nei kvæðu
PCRvott orði fyrir komuna en krafa
er nú gerð um bæði nei kvætt PCR
próf og tvö falda skimun við kom
una til landsins. Nú verandi fyrir
komu lag er í gildi til 1. maí.
„Þetta er akkúrat sú reynsla
og þekking sem við erum að af la
okkur, hversu vel getum við treyst
á þessi neikvæðu PCRvottorð sem
fólk er að koma með, og það er nátt
úrulega áhugavert ef fólk er að koma
með neikvætt PCRvottorð en er
samt að greinast hér á landamær
unum,“ segir Þórólfur.
Spurður hvort það séu dæmi um
að slíkt gerist erlendis segir Þórólfur
að það sé ekki hægt að segja til um
það þar sem fyrirkomulagið hér á
landi er mikið strangara en annars
staðar.
Í gær voru ellefu einstaklingar
hér á landi í einangrun með virkt
COVID19 smit og sjö lágu inni á
sjúkrahúsi. Enginn var á gjörgæslu.
Enginn greindist innanlands sólar
hringinn á undan og þrettán voru
í sóttkví.
Frá því að faraldurinn greindist
fyrst hér á landi fyrir rétt rúmu ári
hafa verið staðfest yfir sex þúsund
smit og tekin hafa verið nærri 280
þúsund sýni innanlands. Tæplega
46 þúsund einstaklingar hafa lokið
sóttkví og 327 hafa verið lögð inn á
sjúkrahús, þar af eru um fimmtíu
innlagnir á gjörgæslu. – fbl, bdj
Smit þótt fólk framvísi PCR-vott orðum
Þrátt fyrir vottorð eru komufarþegar skimaðir tvisvar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
R E Y K J A N E S B Æ R B æ j a r s t j ó r n
Reykjanesbæjar skorar á stjórn
völd að f lýta bólusetningu f lug
liða og starfsfólks f lugfélaga sem
á í samskiptum við farþega. Segir
bæjarstjórnin að 40 prósent af efna
hagsumsvifum á Reykjanessvæðinu
megi rekja til Keflavíkurflugvallar.
Telur bæjarstjórnin þetta myndu
draga úr neikvæðum áhrifum
COVID19 á starfsemi flugvallarins.
Samkvæmt könnunum erlendis líti
ferðamenn helst til aðgerða gegn
kórónaveirunni. – kpt
Flugvallarfólk
verði bólusett
LÖGREGLUMÁL Pósturinn ítrekaði
í gær að óprúttnir aðilar væru að
senda tölvupósta í nafni fyrirtæk
isins til að komast yfir kortaupp
lýsingar. „Þetta hefur verið algengt
síðasta árið og ekkert lát virðist vera
á þessu,“ segir í tilkynningu Póstsins.
Pósturinn segir mikilvægt að
smella ekki á hlekki sem fylgja
þessum póstum, ekki gefa persónu
legar upplýsingar eða kortanúmer
og fullvissa sig um að sending sé
raunveruleg.
Sendingarnúmer hjá Póstinum
eru 13 stafir, þar af tveir bókstafir
fremst og tveir aftast með talnarunu
á milli. Margir svindlpóstar er með
slík númer. Á heimasíðu Póstsins
megi smella á „Finna sendingu“ og
leita þar að sendingarnúmeri. – bb
Enn varað við
svikapóstum
Pósturinn varar við svikapóstum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
HEILBRIGÐISMÁL Áheyrnarfull
trúi foreldra barna í grunnskóla,
Ragnheiður Davíðsdóttir, lýsti á
sameiginlegum fundi skóla og frí
stundaráðs og umhverfis og heil
brigðisráðs á mánudag yfir van
trausti á Verkís og ráðin tvö vegna
framkvæmda við Fossvogsskóla.
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
kynnti líðan barns sem hún þekkir
til og er í 7. bekk í Fossvogsskóla á
fundi borgarstjórnar á þriðjudag.
Sú stúlka hefur verið fárveik í hart
nær þrjú ár og átt í erfiðleikum með
að vera í tímum.
Ragnhildur sagði hana eiga erfitt
með að leika við vini sína vegna
höfuðverkja sem lýsa sér þannig að
hún lamast vegna sársauka.
„Stúlkan hefur kastað upp vegna
sársauka og það hefur liðið yfir
hana,“ sagði hún. Þá sé hún með
mikla taugaverki í líkamanum
og læknar sem hafa skoðað litlu
stúlkuna séu allir sammála um að
ástæðan sé myglan í skólanum.
Fréttablaðið fékk póst frá afa
barns í skólanum fyrir skömmu.
Sá drengur var sagður hafa verið
lífsglaður og ánægður en lífið sé
nú orðið honum erfitt. Strákurinn
hafi þurft að leita enn einu sinni
til læknis fyrir skömmu, nú vegna
sýkingar í augum. Undanfarin ár
hafi verið honum erfið og hann sé
kominn með f lókna sjúkrasögu.
Margoft fengið óeðlilegar blóð
nasir, verið rannsakaður í þaula,
meðal annars höfuð skannað en
ekkert óeðlilegt fundist. Hann sé
oft frá skóla vegna maga og höfuð
kvala.
Á fundi borgarstjórnar kom
fram að eitt barn hefði þegar hætt í
skólanum og að tíu börn væru veik
vegna ástands skólans. Ragnheiður
segir að tölurnar séu allt of lágar.
„Barnið sem hún Ragnhildur tal
aði um er bara eitt barn af mörgum
sem glímir við skelfilegar af leið
ingar,“ segir Ragnheiður. „Það er
fáránlegt að óeðlilegar blóðnasir
þekkist meðal barna í sama skól
anum. Þetta er bara einn strákur af
mörgum börnum sem eru að þjást.
Og ekki bara börnin því það er einn
kennari kominn í veikindaleyfi.“
Stutt er síðan að foreldrar barna
í Fossvogsskóla sendu frá sér yfir
lýsingu þar sem kom fram að traust
þeirra til borgarinnar væri brostið.
Börnin séu ennþá veik, þriðja skóla
veturinn í röð, og þar sé enn að
finna hættulegar myglutegundir
sem geta valdið krabbameini.
Sigríður Ólafsdóttir, foreldri
barns við Fossvogsskóla, segir að
hún vilji gjarnan fá verkfræðistof
una Ef lu að málinu í stað Verkís.
Mannvit hafi leitað að myglu en
ekki fundið og skólanum hafi svo
verið lokað fjórum mánuðum síðar.
„Ég held að þetta sé fullreynt hjá
Verkís. Þeir hafa verið í þessu lengi
og ekki tekist að laga þetta. Þess
vegna treystum við foreldrar þeim
ekki lengur,“ segir Sigríður sem
kveður veikindasögurnar keim
líkar.
„Þetta er saga margra barna í
Fossvogsskóla. Á fundi borgar
stjórnar kom einnig fram að okkur
foreldrum hefur verið lýst sem
móðursjúkum, hysterískum með
annarlegar hvatir á bak við þegar
það eina sem við viljum er að börn
in okkar séu heilbrigð í skólanum.“
benediktboas@frettabladid.is
Foreldrar sagðir móðursjúkir
Mörg börn í Fossvogsskóla eru sögð glíma við óútskýrðar blóðnasir. Liðið hefur yfir stúlku af sársauka og
drengur þurft að fara oft til læknis. Móðir barns í skólanum segir foreldra sagða móðursjúka í borgarstjórn.
Í Fossvogsskóla finnst mygla og börn hafa þegar hætt í skólanum því þau fundu fyrir vanlíðan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég held að þetta sé
fullreynt hjá Verkís.
Þeir hafa verið í þessu lengi
og ekki tekist að laga þetta.
Sigríður Ólafsdóttir,
foreldri barns við
Fossvogsskóla
Stúlkan hefur
kastað upp vegna
sársauka og það hefur liðið
yfir hana.
Ragnhildur Alda
Vilhjálmsdóttir,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð