Fréttablaðið - 04.03.2021, Síða 24
Femínískur útsaumur Bjarg-eyjar Önnu Guðbrandsdóttur hefur vakið mikla athygli
meðal vina og fjölskyldumeð-
lima undanfarna mánuði en hún
deilir myndum af verkum sínum
á samfélagsmiðlum. Þar fá meðal
annars þekkt slagorð á borð við
„Konur lifa ekki á þakklætinu“, „En
þori ég, vil ég, get ég? Já ég þori,
get og vil“, „Smash the patriarchy“,
„Women belong in all places where
decisions are being made“ að njóta
sín auk skemmtilegra orðaleikja úr
þekktum dægurlagatextum á borð
við „Girls just wanna have funding
for scientific researsch“.
Þrátt fyrir nýfengna athygli
segist hún vera nýgræðingur í
saumaskapnum. „Ég byrjaði fyrir
tilviljun í október á síðasta ári.
Systurdætur mínar voru að sauma
út jólapúða sem ég kláraði þegar
þær misstu áhugann og þá fann
ég hvað ég hafði gaman af sauma-
skapnum. Ég hafði ekki saumað út
síðan í grunnskóla en oft langað
til að gera eitthvað í höndunum.
Þarna fann ég loks handavinnu
sem hentaði mér og byrjaði á
dúllulegri jólamynd en fann strax
að mig langaði ekki að sauma út
hefðbundnar myndir.“
Fínlegt og ósvífið
Það sem henni finnst skemmti-
Harðorð slagorð á fínlegu handverki
Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vart undan við að taka við pöntunum á femínískum út-
saumi. Hún saumar út þekkt slagorð og verkin hafa vakið mikla athygli. Myndirnar eru misjafnar.
Bjargey Anna Guðbrandsdóttir saumar út skemmtilegar femínískar myndir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hér má sjá
sýnishorn af
þeim myndum
sem Bjargey
hefur saumað.
#feministcrossstitch, og leitaði
að uppskriftum út frá þeim. „Ég
byrjaði bara að gúggla og fyrsta
settið sem ég pantaði var „Smash
the Patriarchy“. Í framhaldinu
pantaði ég mér bókina Feminist
Cross-stitch sem inniheldur fjöl-
margar uppskriftir með femín-
ískum slagorðum á ensku.“
Hugmyndir úr öllum áttum
Það er misjafnt hvernig hug-
myndavinnan fer fram. „Stundum
finn ég bara uppskrift með f lottu
slagorði og sauma það út. En
svo langar mig líka að sauma á
íslensku og þá hef ég leitað að
slagorðum úr íslenskri kvenna-
baráttu. Ég hef notað munstur
úr Feminist Cross-stitch sem
bakgrunn og útfært slagorðin
á íslensku í stað þeirra ensku.
Núna er ég að skoða gömul
íslensk munstur og er að vinna
að mynd úr því og setningunni
„Engin hornkerling vil ég vera“ úr
Njálu. Svo finnst mér gaman að
sauma út orðatiltæki sem vinir og
fjölskylda nota og segja dagsdag-
lega en eru ekki endilega skrifuð
niður neins staðar. Þannig verður
útsaumurinn persónulegri.“
Frábærar viðtökur
Viðtökurnar hafa að hennar sögn
verið frábærar eftir að hún hóf að
birta myndir af saumaskapnum á
samfélagsmiðlum.
„Vinkonur og kunningjakonur
fóru mjög fljótlega að spyrjast fyrir
um myndir og núna hef ég varla
undan. Mér finnst skemmtilegast
að eiga hannyrðaskipti en ég hef
bæði saumað mynd fyrir vettlinga-
par og mynd fyrir húfu og kraga.
Þannig lifir hannyrðahagkerfið
góðu lífi.“
Sjálf er Bjargey sveitastelpa
að eigin sögn sem hefur búið í
borginni meira en hálfa ævina.
„Ég er menntuð í líffræði og
stjórnun og hef unnið í Háskóla
Íslands í tíu ár. Þótt ég búi ein á ég
risastóra fjölskyldu úti á landi og
í útlöndum, elska að ganga á fjöll,
bæði á eftir kindum og mér til
ánægju og yndisauka.
Ég ligg í leti á milli þess sem
ég kem hlutunum í verk en ég
tók meðal annars þátt í stofnun
Samtaka kvenna í vísindum og
aðstoðaði nýlega við að koma
Hinsegin Vesturlandi á laggirnar.“
Flottar skyrtur
Verð 9.900 kr.
Stærð 36 - 46.
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 12-16
Kíkið á myndir og verð á Facebook
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R