Fréttablaðið - 04.03.2021, Side 26

Fréttablaðið - 04.03.2021, Side 26
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Húðflúr geta verið lítið eða stór listaverk á líkamanum. Sumir eru þaktir húðflúri svo varla sést lengur í venjulega húð. Oft hefur húðflúrið einhverja sögu að segja en hjá öðrum er bókstaflega heilt meistaraverk á líkamanum. Við fundum nokkrar myndir af vel skreyttum karl- mönnum en konur eru ekki síður með húðflúr. Rihanna, Lady Gaga, Angelina Jolie, Scarlett Johansson, Miley Cyrus og margar fleiri hafa fengið sér minni eða stærri húð- flúr. Húðflúrtískan er síður en svo í rénun, hefur reyndar sjaldan verið vinsælli. Húðflúrin eru upphaflega sögð komin frá frumbyggjum en oft voru þau gerð af trúarástæðum. Má telja víst að húðflúr hafi verið gerð í meira en 5.000 ár. Húðflúr hafa greinst á elstu mannvistar- leifum. Húðflúriðnaðurinn er alltaf að vaxa og sífellt eru gerðar meiri kröfur til listrænna hæfileika húð- flúrara. Í raun eru engin takmörk fyrir því hvað fólk vill skreyta sig með á líkamanum. Sagt er að húð- flúrsstofa hafi verið til í Jermyn Street í London á níunda ára- tugnum sem var lúxus tískuhverfi. Var hún sögð þjóna yfirstéttinni. Hér áður fyrr voru engu að síður nokkrar fordómar gegn húðflúri. Japanir merktu til dæmis fanga með húðflúri. Þá munu nasistar hafa notað húðflúr í síðari heims- styrjöldinni til að merkja fólk með tölum. Vinsældir húðflúrs í dag eru ekki síst vegna þess hversu margar opinberar persónur hafa skreytt líkama sinn, má þar nefna stjörn- urnar í Hollywood og heimsfræga knattspyrnumenn og þá til dæmis David Beckham. Körfuboltastjörn- ur í Bandaríkjunum hafa sömu- leiðis verið duglegar að skreyta sig. Húðflúr sjaldan verið vinsælla Húðflúr virðist vera orðið stór hluti af nútíma menningu. Fræga fólkið er ekki undanskilið þegar kemur að því að skreyta líkamann með listrænum hætti. Það er þó misjafnt hversu mikið meistaraverk verður til með húðflúri. Áhrifavaldur­ inn Chris Lavish hefur meira en 33 þúsund fylgj­ endur á Insta­ gram og hefur verið vinsæll sem módel í New York þrátt fyrir yfirgengi­ legar húð­ skreytingar. Chris er með mikla ástríðu fyrir húðflúri og hefur sagt sögur af þeim í viðtölum bæði í Banda­ ríkjunum og Bretlandi. Luigi Favoloso, ítalskur leikari og fyrirsæta, þykir einstakur sjarmör. Hér er hann mættur á kvikmyndahátíð í Feneyjum síðastliðið haust. AJ McLean er bandarískur söngvari, lagahöfundur leikari, dansari og fyrirsæta. Hann söng með Backstreet Boys og vekur oft athygli fyrir litríkt húðflúr. Söngvarinn Justin Bieber hefur fagurlega skreyttan líkama og er ekkert að fela það. Colson Baker, betur þekktur sem Machine Gun Kelly (MGK), er bandarískur söngvari, rappari, lagahöfundur og leikari. Hann hefur gefið út nokkrar plötur auk þess að leika í kvikmyndum. Hann byrjaði söngferil sinn á unglingsárum og vekur jafnan athygli þar sem hann kemur. Þetta húðflúr af körfuboltahetj­ unni Kobe Bryant og dóttur hans Gianna ber sannur aðdáandi leikmannsins. Hann lét húð­ flúra sig eftir að feðginin fórust í hörmulegu flugslysi í janúar í fyrra. Ekki kemur fram nafn mannsiná myndinni. Alex Sacha er þekktur húðflúrari og þykir gera einstök lista­ verk á fólk, sérstaklega er hann fær í víkinga­ tattúi. Með honum er Jessica Alexandra Betancourth. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 30% AF VÖLDUM VÖRUM 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.