Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.04.2021, Qupperneq 6
Eldhús- innréttingar Vandaðar og stílhreinar innréttingar frá franska fyrirtækinu SCHMIDT. 5 ára ábyrgð. Innréttingarnar koma fullsamsettar til landsins Komdu við í sýningarsal okkar að Dalvegi og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 H E I L B R I G Ð I S M Á L Happd r æt t i Háskólans hefur svarað bréfi Sam- taka áhugafólks um spilafíkn og hafnað því að stunda ólögmæta starfsemi með rekstri spilakassa. Verður ekki fallist á kröfur sam- takanna um að slíta samstarfi við félagið Háspennu ehf. og loka spila- kössunum. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag vísuðu samtökin til þess að refsivert væri að gera sér fjárhættuspil að atvinnu. Happ- drætti Háskólans væri á undanþágu frá lögum og komið langt út fyrir upphaf legar heimildir. Háspenna ehf. væri skráð sem félag í fjár- hættu- og veðlánastarfsemi og hefði hagnast um 120 milljónir króna á árunum 2018 til 2019. Í svarbréf i lögmanns Happ- drættis Háskólans er sagt að um misskilning sé að ræða hvað varðar samstarfið við Háspennu ehf. „Rétt er að leiðrétta þann misskilning og benda á að þrátt fyrir að umbjóð- andi minn semji um hýsingu happ- drættisvéla sinna við rekstraraðila veitingastaða, greiðasala og ann- ars konar staða og greiði fyrir þá aðstöðu þá er rekstur vélanna í höndum umbjóðanda míns sjálfs,“ segir í bréfinu. „Hefur það enga þýð- ingu í þessu efni hvernig umræddir rekstraraðilar kjósa að skrá félög sín í fyrirtækjaskrá.“ Þá hafnar Happdrætti Háskól- ans því að starfsemin sé á undan- þágu og ólögleg. Sérstök lög um happdrættið frá árinu 1973 gangi framar ákvæðum hegningarlaga um fjárhættuspil. „Þá er að hálfu umbjóðanda míns mótmælt órök- studdum fullyrðingum í bréfi þínu um að rekstur umbjóðanda míns sé „spilavíti“ eða sé á nokkurn hátt kominn út fyrir heimildir fyrir starfseminni,“ segir í bréfinu. – khg Happdrætti Háskólans hafnar ásökunum um ólöglegt spilavíti Hefur það enga þýðingu í þessu efni hvernig umræddir rekstrar- aðilar kjósa að skrá félög sín í fyrirtækjaskrá. Svarbréf Happdrættis Háskólans TRÚMÁL Eins saga – eitt skref, verk- efni Þjóðkirkjunnar með aðkomu Samtakanna ‘78 er langt á veg komið. Sögum hinsegin fólks af andstöðu og útskúfun innan kirkjunnar hefur verið safnað í allan vetur og brátt verða þær birtar. Söfnun sagnanna reyndist afar tilfinningaþrungið verkefni og hafði fólk þörf fyrir að láta sannleikann koma í ljós. „Oftast nær snúast sögurnar ekki um einstaka presta heldur and- rúmsloft útskúfunar innan kirkj- unnar. Það eru mörg dæmi um að hinsegin fólk hafi skráð sig úr Þjóð- kirkjunni þrátt fyrir að hafa þörf fyrir trúarlíf,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir verkefnisstjóri sem ráðin var af samtökunum til þess að safna sögunum. Fólk hafi upplifað sig óvelkomið í kirkjunni. Þjóðkirkjan kynnti verkefnið á Hinsegin dögum í ágúst sem þátt í því að græða sárin sem hún hafði veitt hinsegin fólki. Meðal annars með beinni andstöðu við réttindi samk y nhneigðra. Upphaf lega stóð til að safna sögunum skrif- lega. Fljótlega þróaðist verkefnið á þann hátt að safnað var sögum með munnlegum viðtölum því fólk var ekki endilega tilbúið til skrifta. „Þetta er tilfinningaþrungið efni og bæði sárt og erfitt fyrir marga. Fólk hefur þurft tíma til að velta því fyrir sér hvort það sé tilbúið að deila reynslu sinni. En fólk hefur þörf til að láta heyra í sér, vitandi að á það verður hlustað,“ segir Bjarndís. Fólk er hins vegar ekki allt eins, hjá sumum braust til dæmis út reiði en þögn hjá öðrum. Umræddar sögur spanna 20 til 30 ára tímabil, þær elstu frá árinu 1980 eða þar um kring og þær yngstu ná fram yfir aldamótin. Sögurnar eru vitnisburður um erfiða fortíð, sumar nafnlausar en aðrar undir nafni. Bjarndís segir mikilvægt að þessu verkefni hafi verið hrundið af stað því annars gæti þessi vitnis- burður glatast. „Þegar enginn hlust- ar á þig fennir yfir þessar sögur,“ segir hún. Hildur Hörpudóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu, segir að sögunum verði miðlað til fólks í kirkjum landsins með vísun í til- gang verkefnisins, það er að læra af sögu misréttis innan kirkjunnar. „Við erum skoða núna nokkrar leiðir til að miðla þessum sögum á fallegan, hreinskilinn og áhrifa- ríkan hátt,“ segir hún og verða þær leiðir kynntar von bráðar. Auk þess verður haldið málþing um verkefnið. Upphaf lega stóð til að halda það í apríl en vegna aðstæðna í samfélaginu vegna faraldursins þurfti Þjóðkirkjan að fresta því. „Við bindum miklar vonir við þetta verkefni og erum stolt af því,“ segir Hildur. kristinnhaukur@frettabladid.is Söfnun sagna um misrétti reyndist tilfinningaþrungin Í vor verða birtar sögur sem Þjóðkirkjan og Samtökin ‘78 hafa safnað um misrétti og útskúfun hinsegin fólks innan kirkjunnar. Verkefnið er þáttur í því að græða þau sár sem veitt voru og verður afraksturinn kynntur í kirkjum landsins. Verkefnisstjóri segir upprifjunina hafa verið sára og erfiða fyrir marga. Hinsegin fólk fann sig lengi óvelkomið innan kirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það eru mörg dæmi um að hinsegin fólk hafi skráð sig úr Þjóðkirkj- unni þrátt fyrir að hafa þörf fyrir trúarlíf. Bjarndís Helga Tómasdóttir, verkefnisstjóri DÓMSMÁL Ís lensk kona hefur stefnt ís lenska ríkinu fyrir að skylda hana til að dvelja á nýja sótt kvíar- hótelinu gegn vilja hennar. Lög- maður hennar, Ómar R. Valdimars- son, segir að krafan byggi á tveimur þáttum; annars vegar meðal hófs- reglu stjórn sýslu réttar og hins vegar svo kallaðri lög mætis reglu. Þann- ig þyki honum og skjól stæðingi hans í fyrsta lagi að ríkis valdið hafi gripið til allt of þungra að gerða með nýjum reglum við landa mærin en einnig að stjórn völd hafi bein línis ekki laga heimild í nýju sótt varna- lögunum fyrir þeim. Nýju reglurnar við landa mærin tóku gildi í fyrradag og þarf hver sá sem kemur til landsins frá svo- kölluðum dökk rauðum eða gráum löndum í Evrópu að dvelja á nýju sótt kvíar hóteli í f imm daga á meðan við komandi bíður eftir því að fara í aðra sýna töku. „Ég er að fara af stað með þessa kröfu fyrir konu sem situr föst inni í þessu gúlagi þarna,“ segir Ómar en margir hafa líkt aðgerðunum við aðgerðir einræðisríkja. Ómar segir að konan eigi rétt á því sam kvæmt stjórnar skránni að málið verði tekið fyrir og fái f lýti- með ferð hjá héraðs dómi. Þannig hljóti úr skurður í því að verða ljós á allra næstu dögum. Velferðarnefnd Alþingis mun koma saman í páskafríinu til þess að funda um nýju landamæraregl- urnar. Svandís Svavarsdóttir mætir á fundinn. – ókp Stefnir ríkinu vegna vistunar í sótt varna húsi Ég er að fara af stað með þessa kröfu fyrir konu sem situr föst inni í þessu gúlagi þarna. Ómar Valdimars- son lögmaður 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.