Fréttablaðið - 03.04.2021, Side 25

Fréttablaðið - 03.04.2021, Side 25
ALLT GÖNGUGREININGBókaðu tíma á faeturtoga.is eða í síma 55 77 100Fætur Toga, Kringlan 3.hæð og Höfðabakki 3 K Y N N I NG A R B L A Ð LAUGARDAGUR 3. apríl 2021 Nei, sko! Þarna leyndist páskaegg. Páskadagur rennur upp á morgun. Dagurinn er gleðin ein, því Kristur er upprisinn og jafn víst að börn sem fullorðnir bíða þess með óþreyju að maula páskaegg. Hjá mörgum tilheyrir að fela eggin og það vekur spennu fyrir börn á öllum aldri; þeir fullorðnu njóta þess að horfa á ungviðið skemmta sér og krökkum þykir óhemju fjör að fela egg hinna fullorðnu og fylgjast með þeim leita í dyrum og dyngjum að gómsætinu. Leitið og þér munuð finna Með hugmyndaflugi má reyna á fundvísi heimilisfólksins, til dæmis með ratleik eða útifelu­ stað, en án hættu á að eggjunum verði nappað af óviðkomandi sælkera. Hægt er að fela lítil og stór páskaegg í garðinum, til dæmis í tómu fuglahúsi, undir tröppum eða sólpalli, í póstkassa eða moltu­ kassa, undir hjólbörum eða jafnvel í bílskúrnum, í miðjum dekkja­ stafla eða hjólahjálminum, á bak við sessur sólstóla, eða undir loki útigrillsins. Innanhúss eru óþrjótandi felustaðir. Auðveldir staðir eru bókahillur, á bak við gardínu eða púða í sófanum. Aðeins erfiðari eru í uppþvottavélinni, stígvélum, steikarpotti, eða í verkfæra­ kistunni. Fyrir lengra komna má fela páskaegg með því að líma það undir borðstofuborð, setja það ofan í Cheerios­pakka eða taka innan úr brauði og troða egginu í skorpuna, jafnvel lauma því ofan í innpakkaðan svefnpoka, svo dæmi séu gefin. Þá er gaman að fela fullt af litlum páskaeggjum, ætum eða til skrauts, allt eftir því hvað gleður þann sem leitar. thordisg@frettabladid.is Gleðilega páska! Ólafía þurfti að taka inn verkjalyf daglega til að draga úr sársauka í hnjám en hefur nú endurheimt liðleika vegna Active Joints . FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Líður undurvel á líkama og sál Ólafía Ingólfsdóttir var á leið í hnjáskiptaaðgerð þegar hún komst á snoðir um bætiefnið Active Joints frá Eylíf. Á örskömmum tíma var hún farin að hreyfa sig sem aldrei fyrr. 2 Íslensk gæðahráefni fyrir þig Heilsan er dýrmætust www.eylif.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.