Fréttablaðið - 03.04.2021, Page 35

Fréttablaðið - 03.04.2021, Page 35
w w w.heilsustofnun.isBerum ábyrgð á eigin heilsu LAUS STÖRF HJÁ HEILSUSTOFNUN Í HVERAGERÐI Læknir Óskum eftir að ráða endurhæfingarlækni eða annan sérfræðilækni sem hentar starfseminni vel svo sem heimilislækni, lyflækni, öldrunarlækni eða geðlækni. Starfslýsing: Viðtal og skoðun nýrra sjúklinga og gerð meðferðaráætlunar, þverfagleg teymisvinna, tilfallandi læknisstörf og bakvaktir. Um framtíðarstarf er að ræða en sumarafleysing kemur einnig til greina. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Reynsla og áhugi á rannsóknarvinnu er kostur. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Sálfræðingur Sálfræðingur óskast til starfa. Um framtíðarstarf er að ræða en sumarafleysing kemur einnig til greina. Starfið er fjölbreytt og felst í viðtölum við dvalargesti, að veita almenna fræðslu og leiða meðferðarhópa, auk þátttöku í þverfaglegum teymum. Á síðustu árum hefur áhersla verið lögð á hvernig núvitund og samkennd nýtist í meðferðarstarfi. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í sumar. Um er að ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Starfið felur í sér einstaklingsmiðaða hjúkrun, almenn hjúkrunarstörf og fræðslu. Unnið er á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Sjúkraliði Sjúkraliði óskast til sumarafleysinga. Um er að ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Unnið er á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Möguleiki er á húsnæði á staðnum. Einnig ekur starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn í Reykjavík. Umsóknir með ferilskrá berist til starfsmannastjóra á aldis@heilsustofnun.is Nánari upplýsingar um störfin er að finna á: heilsustofnun.is/heilsustofnun/storf-i-bodi Nánari upplýsingar veita: G. Birna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri lækninga – birna@heilsustofnun.is Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar – margretg@heilsustofnun.is Stefanía Sigurjónsdóttir deildarstjóri hjúkrunar – stefania@heilsustofnun.is Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri – aldis@heilsustofnun.is s. 4830300 Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Á Heilsustofnun fer fram einstaklingsmiðuð læknisfræðileg endurhæfing sem stjórnað er af þverfaglegum teymum. Áhersla er á að efla líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklinga, auka lífsgæði og styrkja þá til athafna daglegs lífs. Helstu meðferðarsvið eru verkjameðferð, meðferð vegna streitu og kulnunar, offitumeðferð, geðendurhæfing, hjartaendurhæfing, öldrunarendurhæfing og endurhæfing eftir alvarleg veikindi, aðgerðir eða slys. Hæfniskröfur: • Íslenskt starfsleyfi og góð íslenskukunnátta • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi • Reynsla af þverfaglegu meðferðarstarfi er kostur • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum Varmárskóli leitar að öflugum kennurum Lausar kennarastöður:Varmárskóli í Mosfellsbæ mun starfa sem tveir grunnskólar frá og með næsta hausti. Annars vegar sem Varmárskóli, fyrir nemendur í 1. - 6. bekk og hins vegar sem nýr skóli, fyrir nemendur í 7. - 10. bekk. Skólinn leggur áherslu á að kennarar geti skipulagt nám nemenda þar sem nemendur vinna með tækni og í hópastarfi. Skólinn starfar í anda uppbyggingarstefnunnar og leggur áherslu á fjölbreytta kennsluhætti og teymiskennslu. Leitað er eftir kennurum sem hafa góða hæfni til skapa nemendum hvetjandi námsumhverfi og góða hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda. Kennarar verða að hafa velferð nemenda að leiðarljósi í störfum sínum. Umsóknarfrestur er til 16. apríl 2021. Sækja skal um öll störf á ráðningarvef Mosfellsbæjar www.mos.is/storf þar sem sjá má frekari upplýsingar um hvert starf. Umsóknir skulu innihalda starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar veita skólastjórar Varmárskóla, Anna Greta Ólafsdóttir í netfang anna.greta.olafsdottir@mosmennt.is fyrir störf á yngsta- og miðstig (1.-6.bekkur), Þórhildur Elfarsdóttir í netfang thorhildur.elfarsdottir@mosmennt.is fyrir störf á unglingastigi (7.-10.bekkur), eða í síma 525-0700. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Ráðið er í öll störf óháð kyni. • Umsjónarkennarar á yngsta stigi • Umsjónarkennarar á miðstigi • Umsjónarkennari á unglingastigi • Kennara í nýsköpun- og/eða tæknimennt • Kennari á miðstigi með skóla margbreytileikans sem sérgrein • Kennari á unglingastigi með skóla margbreytileikans sem sérgrein • Enskukennari á unglingastigi • Dönskukennari á unglingastigi • Forfallakennari • Nýbúakennari

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.