Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 56
„Jæja,“ sagði Kata og glotti. „Við verðum of sein!“ Bætti hún við og hermdi eftir áhyggjurödd Konráðs sem óttaðist fátt meira en að vera of seinn. „Ég er búin að heyra þetta of oft og nenni ekki að heyra það einu sinni í viðbót.“ Konráð byrjaði að Konráð á ferð og flugi og félagar 448 Getur þú fundið leiðina í gegnum völundarhúsið?? ???malda í móinn en hætti svo við. „Það gerir ekkert til að vera aðeins of sein,“ sagði Kata. „Það er aftur á móti gaman að glíma við að finna rétta leið í gegnum völundarhús.“ Hún bretti upp ermarnar. „Koma nú, inn með ykkur, ég finn réttu leiðina og sannið þið til, við verðum ekkert of sein,“ sagði Kata roggin um leið og hún arkaði inn í dimm göng völundarhússins. Katrínu Snædísi finnst eldgosið fullnálægt Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Katrín Snædís Konecna verður ell- efu ára í lok þessa mánaðar. Hvernig finnst þér að eiga heima á eldgosaeyju Katrín? Það er áhugavert, mér finnst samt ótrú- legt að það sé að gjósa svona rétt hjá Reykjavík. Ég varð óörugg fyrst þegar ég sá hraunið flæða og hugs- aði hvenær gosið myndi enda. En ég bý í góðu og friðsælu hverfi. Hvaðan er eftirnafnið þitt? Það er frá Slóvakíu. Ég fæddist á Íslandi og hef alltaf átt heima hér. Ertu í tengslum við ættingja þína í Slóvakíu? Já, föðurömmu mína og fleira frændfólk. Hvernig er fáni Slóvakíu? Hann hefur þrjá liti, bláan, rauðan og hvítan sem tákna himin, land og fjöll. Svo er tvöfaldur kross vinstra megin sem táknar landsvæði. Hvaða tungumál lestu? Ég les bækur á íslensku og ensku en samt mest á íslensku. Mér finnst mjög gaman að lesa. Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Það er margt og mikið. Mér finnst gaman að læra um lönd og náttúruna. Líka að reikna og læra mismunandi aðferðir í stærðfræði. Svo finnst mér gaman í ritun í skólanum, þá er ég að skrifa sögur. Hvað gerir þú eftir skólann? Margt, til dæmis að syngja, hlusta á tónlist, teikna og lesa bækur. Hvernig tónlist? Ég hlusta á popp- tónlist og kristileg lög. Horfir þú sjónvarp? Ég horfi á KrakkaRÚV og þætti sem mamma og pabbi leyfa mér að horfa á. Hvern í heiminum langar þig mest að hitta? Ég á stóra fjölskyldu á Filippseyjum sem eru ættingjar mömmu. Mig langar mjög mikið að heimsækja þá. Manstu eftir einhverju fyndnu sem þú hefur upplifað? Einu sinni faldi pabbi mörg páskaegg sem við systir mín leituðum að. Á páska- dagsmorgun fundum við ekki öll. Þegar við spurðum pabba hvar síð- ustu eggin væru þá var hann búinn að gleyma hvar hann hefði falið þau, páskaeggin voru bara týnd. Við fundum þau síðan eftir nokkra daga á bak við eitthvað dót í eldhúsinu. Hvað langar þig að gera þegar þú verður stór? Mig langar að verða kennari eins og amma mín. Að kenna börnum það sem ég hef lært. Mig langar líka að mamma og pabbi séu stolt af mér. Páskaeggin voru bara týnd Svo finnst mér gaman í ritun í skólanum, þá er ég að skrifa sögur. Listaverkið Ugne Anuseviciute sendi okkur þessa mynd af gígnum í Geldingadölum. 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.