Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2020, Blaðsíða 22
við hommarnir elskum tísku
og söngvamyndir. Þessir
eiginleikar eru ekki slæmir í
sjálfu sér en það að fólk búist
við að þú sért þannig án
þess að kynnast þér gerir að
verkum að þú getur upplifað
niðurlægingu á svipaðan hátt
og ég.
Hjásneiðing/neikvæðni
Á meðan margir hommar fá
ekki nóg af okkur eru einnig
margir sem vilja ekkert með
okkur hafa, ekki einu sinni
á platónskan hátt. Víða um
heiminn er elsku appið okkar,
Grindr, þekkt fyrir hversu
margir láta skýrt í ljós á
fjandsamlegan hátt að þeir
vilji ekki tala við neinn feitan,
kvenlegan eða af lituðum
kynþætti. Slík menning hefur
ekki borist hingað til lands af
fullum krafti en hún er samt
til staðar, tiltölulega dulin,
innan hommasamfélagsins
á Íslandi. Hér eru dæmi um
slíka neikvæðni gagnvart
okkur:
– Bein skammaryrði.
Sem betur fer hef ég ekki
lent í þessu af höndum
samkynhneigðra íbúa
landsins en aðrir hafa verið
kallaðir apar, N-orðið og
svo framvegis. Vinur minn
hefur einnig lent í því að
einstaklingur sem hann var
að tala við á bar sagði „Ew“
við hann þegar hann áttaði
sig á að vinur minn var ekki
hvítur. Atvik eins og þessi
eru auðljóslega slæm og ekki
eitthvað sem maður á að
þurfa að þola, hvort sem það
er í persónu eða á símaskjá.
ekki einu sinni líta á mig, hvað
þá tala við mig, út af því ég er
dökkur á hörund (vinur minn
sagði mér þetta í skilaboðum
eftir á). Manni líður ekki vel ef
honum er mismunað vegna
eiginleika sem er ekki á hans
færi að stýra. Hljómar þetta
ekki kunnuglega?
Af hverju eyðirðu ekki
öppunum?
Ég skil að sumu leyti það
sjónarmið að einhver sem er
viðkvæmur fyrir X ætti ekki
að setja sig í aðstæður þar
sem X ríkir. Ef manni finnst
kynferðislegar umræður
óþægilegar ætti maður til
dæmis kannski ekki að byrja
á Grindr eða Scruff. En hvers
vegna á hatursfull orðræða
að fylgja annars konar
hommaupplifun? Myndir þú,
hvítur hommi, vilja þurfa að
þola hómófóbíska orðræðu
gagnvart þér þegar þú ert
bara að lifa lífinu? Ef þú værir
kallaður „f*ggi á Facebook
ættirðu þá að eyða Facebook-
síðunni þinni? Hvers vegna
ætti ég og aðrir hommar
af lituðum kynþætti þá að
yfirgefa þessa miðla?
Ég get ekki stjórnað hverjum
ég laðast að!
Hárrétt hjá þér! Það hverjum
maður laðast að ákvarðast
af þáttum sem eru, meðal
annars, líffræðilegir og
félagslegir. Það sem verið
er að gagnrýna er hvernig
einstaklingur tjáir sig um
að hann langi bara að tala
við þá sem eru aðeins
dekkri á hörund en meðal
Þetta eru bara orð.
Þetta er auðvelt að segja
þegar orðin beinast ekki
að þér. Hefur þér verið
sagt einhvern tímann að
þú eigir að sætta þig við
að vera kallaður „f*ggi“ því
viðmælandinn „meinti það
ekki þannig“ eða að það sé
í lagi að kalla þig „queen“,
„girl“ eða ávarpa þig sem
konu því „það er bara grín“?
Orð eru ekki bara orð þegar
þau stuðla að því að viðhalda
staðalímyndum.
Tungumálafordómar
Fordómar sem tengjast
tungumálakunnáttu
eru algengir í íslenska
samfélaginu óháð kynhneigð.
Þessa fordóma sér maður
einnig meðal homma þar sem
það er algengt að þeir byrji
að nota ensku í samskiptum
við mig þótt ég segi á öppum
að ég sé íslenskumælandi.
Það gerist líka oft að
íslenskukunnátta mín sé
dregin í efa, sem er skiljanlegt
í mínu tilviki þar sem ég kem
frá útlöndum. Hins vegar er
það að tala einhvers konar
blendingsmál af íslensku og
ensku og jafnvel kenna mér
að nota Google Translate afar
móðgandi. Ég þekki aðra sem
eru af erlendu bergi brotnir en
eru fæddir og/eða uppaldir hér
sem hafa lent í því sama.
Af hverju móðgast þú yfir því
að fólk tali við þig ensku?
Vegna þess að ég hef ákveðið
að sinna mínu daglega lífi
hér á íslensku og ég skil ekki
hvers vegna fólk ætti ekki að
virða það. Þetta snýst einnig
um það að eins og allir aðrir
hommar kann ég ekki að
meta það að vera dæmdur
út frá einhverjum eiginleika
sem ég ræð ekki við. Það
að ákveða að einhver kunni
ekki íslensku bara út frá því
hvernig viðkomandi lítur út
er byggt á fordómum og þess
vegna ólíðandi.
Ég var ekki viss hvort þú talaðir
íslensku.
Ef þú ert í vafa hvort
einhver tali íslensku talaðu
þá íslensku þangað til
viðmælandinn óskar eftir
öðru. Ef viðmælandinn kann
Þessi skilaboð fékk ég frá „vini mínum“.
– Sniðganga. Það gerist oft í
lífi svartrar manneskju að fólk
vill ekki vera í kringum hana
af mismunandi ástæðum.
Því miður rekumst við
einnig á þetta sem hinsegin
einstaklingar. Það hefur gerst
að kærasti „vinar míns“ vildi
Íslendingurinn. Ef þér líkar
ekki við okkur þá er það þinn
missir, ekki okkar. En það að
móðga fólk og uppnefna er
hegðun sem á ekki að líðast
eða viðgangast. Enn og
aftur, þetta er eitthvað sem
hommar eiga að geta skilið
með lítilli fyrirhöfn.
ÖRVIÐTAL
Name, pronouns, age
Asantewa Feaster, she/her, 25
When was your first Pride
parade and where?
My first Pride was probably
around the age of 14 or 15
in NYC, I'm a Brooklyn girl
and my best friend is gay
so anytime that I was home
for Pride we attended the
parade and I was on a float
one year. It was amazing!
Have you been to Pride
somewhere other than
Iceland, and if so then
where?
I have only been to Pride in
New York City. I have never
attended Iceland Pride with
the same tenacity, it felt too
much like a spectator sport.
What is your favorite
memory related to the
Pride parade and what
year was that?
Pride 2014, I helped my
friend get ready on a small
street in Manhattan; it was
only small because of the
countless people packed
around the float waiting
for our turn to ride down
5th Avenue. It was stressful
but worth it once we were
dancing on the float and
being covered in glitter.
Why do you participate
(what is the importance
for you?)
As a Black woman I
participate because in the
Black community I feel we
often forget or ignore our
queer brothers and sisters.
I understand that being
Black can be something
that people see first but
it doesn't negate the
overwhelming violence that
queer Black people receive
and often at the hands of
Black people uncomfortable
with their own sexuality or
on the DL ( down low) as we
say in the Black community.
22