Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2020, Blaðsíða 78
„Ljósið“
er lag
Hinsegin
daga
Hvernig hefur
sköpunarferlið gengið
hingað til? Ef ég á að vera
alveg heiðarleg, þá var
ég bara ótrúlega stressuð
fyrst. Mér fannst þetta vera
ótrúlega mikil pressa og
ég þjáist stundum af svona
sjálfsefasemdum um hvort
ég geti gert eitthvað nógu
gott. Svo fór ég í framkvæmd
og lagið kom bara til mín;
allavega kórusinn, hann kom
bara til mín og svo hef ég
verið að hafa aðeins meira
fyrir textanum sjálfum. Mér
finnst mjög krefjandi að
semja á íslensku; að koma
því til skila sem ég vil koma
til skila á íslensku í tónlist án
þess að það hljómi asnalega í
mínum eyrum.
Hvað hefur þetta ferli
tekið langan tíma? Allt í allt
þá hefur þetta verið svona
mánuð í bígerð. En ég hef
verið að vinna í laginu í sjö
eða átta daga í heildina.
Höfundur: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir
Hver var innblásturinn
bak við textann?
Bara hinseginleikinn
almennt. Innblásturinn er
baráttuandinn, að hver og einn
megi vera eins og hver vill.
Ef þú þyrftir að lýsa laginu
með aðeins einu orði,
hvaða orð myndirðu nota?
Um lagið í einu orði, út frá
tónlistinni, þá myndi ég segja
stuð. Fyrir þá sem ekki vita þá
sem ég oftast mjög tregafulla
og sorglega tónlist en þetta
er hressasta lag sem ég hef
samið.
Semur þú mikið um
hinsegin málefni? Ég
sem mjög mikið um
tilfinningalegar afleiðingar
þess að vera hinsegin, án
þess að það sé beint hægt
að lesa það úr textanum. Ég
held að ósjálfrátt, af því að ég
er hinsegin, þá semji ég um
eitthvað hinsegin.
Er eitthvað sem þú vilt bæta
við að lokum?
Það var mikill heiður að vera
beðin um að semja hinsegin
lagið í ár.
Ferlið var krefjandi. Ég var
óviss um hvert ég vildi fara
með lagið og það að vera
beðin um að semja lag fyrir
einhvern er nýtt fyrir mér
og ég fann fyrir ótta yfir
því að bregðast eða valda
vonbrigðum. Chorusinn
kom til mín og ég byggði
lagið í kringum hann, ég
vildi nýta tækifærið og ögra
sjálfri mér og gera "hresst"
og upplífgandi lag. Talaði við
produsent sem að ég vissi að
myndi fara með lagið í þá átt
sem mig langaði með það,
hann Pálma Ragnar og ég sé
ekki eftir því. Ég er reynslunni
ríkari og ánægð með
útkomuna, takk fyrir mig.
Elín Eyþórsdóttir, betur þekkt
sem Elín Ey, er höfundur og
flytjandi lags Hinsegin daga
árið 2020. Hún hefur komið
fram víðs vegar um heim,
bæði ein með gítarinn og
með hljómsveit sinni, Sísí Ey.
Þórhildur Elínardóttir hitti
listakonuna á Café Rosenberg
á dögunum og ræddi lagið
og sköpunarferli þess.
Nafn: Elín Ey
Fornöfn: Hún
Aldur: 29 ára
Hvað heitir lagið? Ljósið.
Um hvað er lagið? Það er, í
mjög stuttu og einföldu máli,
um það að hver og einn má
vera eins og hann vill.
Samdir þú bæði lagið og
textann? Já. Það var líka
pródúsent að vinna lagið
með mér sem heitir Pálmi
Ragnar Ásgeirsson.
78