Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2020, Blaðsíða 23
ekki íslensku mun samtalið
ekki endast lengi, ég lofa.
Viðbrögð
Þessi grein er ekki fyrsta
tilraun mín til að koma
þessum málum á framfæri. Ég
hef verið frekar hreinskilinn
um hvernig það er að vera
svartur hommi og lifa á
mótum þessara tveggja
sjálfsmynda. Þó að margir
hafi tekið vel á móti mér og
hrósað mér fyrir að koma
fram og segja frá minni
upplifun hafa líka margir
gagnrýnt mig. Við þessu má
búast þar sem ekki er hægt
að gera alla ánægða en það
er samt erfitt þegar verið
er að draga úr eða jafnvel
afneita upplifun minni sem
svartur samkynhneigður
maður. Slíkt er ákveðin
tegund af gaslýsingu eða
gaslighting. Ég skil að það
getur verið mikilvægt að
koma sjónarhorni hvítra
homma á framfæri í þessari
umræðu en það má gera
án þess að gera lítið úr
umkvörtunum okkar. Slík
nálgun á þessi málefni er
óviðeigandi vegna þess að
ekki er tekið tillit til þess
að hvítt fólk er almennt í
forréttindastöðu í vestræna
heiminum og þar af leiðandi
er það ekki í stöðu til að
skilgreina hvað sé og sé ekki
fordæmafull hegðun.
Þessi skilaboð fékk ég í gegnum app frá íslenskum manni en ég hafði
komið því skýrt á framfæri að ég væri íslenskumælandi.
ÖRVIÐTAL
Nafn, fornafn
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson,
hann
Hvenær fórstu fyrst í
gleðigöngu?
2009.
Hefur þú farið í
gleðigöngu annars staðar
en á Íslandi?
Já, í Kaupmannahöfn,
Aarhus og Barcelona.
Hver er þín
uppáhaldsminning tengd
Gleðigöngunni og hvaða
ár var það?
2015 þegar stjórn
Hinsegin daga, sem ég
var þá hluti af, gekk í
fyrsta skipti í göngunni.
Ég og Gunnlaugur Bragi
blönduðum pinnahælum,
glimmerpilsum og buxum
saman við kjólföt. Við
höfðum aldrei gengið á
hælum áður og vorum ekki
lítið fegnir að sjá glitta í
Arnarhól. Skórnir fengu svo
að fjúka við fyrsta tækifæri.
Á meðan göngunni stóð
heilsaði mér sonur vinkonu
minnar af miklum ákafa
en hann vill stundum fara
í kjól í leikskólann. Gleðin
sem frá honum skein við
að sjá einhvern annan strák
gera slíkt hið sama var
ómetanleg.
Hvers vegna gengur þú?
Ég geng því það er ennþá
verið að leggja hinsegin
ungmenni í einelti og
hinsegin fólk fær ennþá
hnút í magann við
tilhugsunina um að koma út
úr skápnum. Ég geng einnig
stoltur við tilhugsunina
um allan þann árangur
sem hefur náðst og þá
staðreynd að nú sé stafrækt
hinsegin félagsmiðstöð fyrir
ungmenni.
Von fyrir framtíðina
Þótt ég hafi fengið
viðbjóðslega meðferð frá
hvítum íslenskum hommum
er ég samt vongóður. Margir
hvítir hommar á þessu landi
hafa komið vel fram við mig
og þeir eru smátt og smátt
að læra um kynþáttamál,
sérstaklega innan okkar
samfélags. En það þarf ennþá
að tækla ákveðna hluti betur
og takast á við þau vandamál
sem kynþáttur veldur meðal
homma. Hér eru bara nokkur
dæmi:
– Hlustaðu á upplifanir
annarra. Mikilvægt er að
viðurkenna að ef þú ert hvítur
getur þú ekki samsamað þig
með upplifunum homma af
öðrum kynþáttum.
– Ekki láta staðalímyndir
stýra hugmyndum þínum.
Viðurkenndu að við erum
líka manneskjur með okkar
eigin persónueinkenni. Það
er mikilvægt að átta sig á að
svartir menn eru ekki allir
„thugs“, asískir menn eru ekki
allir undirgefnir, o.s.frv.
– Lærðu um áhrif homma af
lituðum kynþætti á homma
víða um heiminn. Tónlist,
dansstílar, orðaforði og
ýmislegt fleira sem margir
hommar líta á sem hluta
af „hommamenningu“ á
rætur að rekja til menningar
Bandaríkjamanna af afrískum
uppruna, til dæmis. Þetta er
mikilvægt að muna vegna
þess að það kemur í veg fyrir
að gert sé lítið úr hommum af
lituðum kynþætti.
– Áttaðu þig á því að þú
getur líka verið með fordóma.
Margoft hef ég heyrt homma
segja að hann geti ekki verið
rasisti eða hugsað á rasískan
hátt vegna þess að hann sé
sjálfur í jaðarsettum hópi
eða vegna þess að hann á
svartan vin. Ég skil mjög
vel að maður vilji ekki líta á
sjálfan sig sem fordómafullan
en ef maður vill breytingar
af einhverju tagi, hvort sem
þær eru að stöðva rasisma
eða stöðva ásakanir gagnvart
þér um rasisma, er lykilatriði
að maður taki mark á hugsun
og viðhorfum sem halda
fordómafullum hugmyndum
á lofti.
Að lokum verð ég að
segja að ég hef skemmt
mér ofboðslega vel innan
hommasamfélagsins hér
á landi. Ég hef eignast
marga vini hér sem eru mér
nákomnir og kærir en hér
er líka margt sem má bæta.
Ég hlakka til að sjá hvernig
allt breytist í framtíðinni
og vona að fjölbreytileika
hommasamfélagsins verði
fagnað frekar en hann
þaggaður niður.
23