Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2020, Síða 16

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2020, Síða 16
Aðeins helmings- réttindum náð Höfundur: Daníel E. Arnarsson Heildareinkunn Íslands er 54% en einkunn fyrir hvern flokk er breytileg, t.d. fær Ísland 100% þegar kemur að borgaralegum afnotum af rými og landi en aðeins 17% þegar kemur að alþjóðlegri vernd. Hafa ber í huga að Regnbogakortið tekur á ýmsum málum þegar kemur að hinseginleika en meginreglan er sú að gefin eru stig fyrir þrjá þætti innan hvers flokks: Kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Stundum eru stig gefin fyrir góðar ráðstafanir í hverjum málaflokki og lög er tengjast hugtökunum þremur á víðari hátt en einnig er litið til stærri stefna eða aðgerðaráætlana sem eru þá bundnar í lög. Jafnrétti og bann við mismunun Í þessum flokki skorar Ísland 38% og flest þau skilyrði sem Ísland uppfyllir er að finna í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní 2018. Þar er skýrt kveðið á um að ekki má mismuna fólki vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða kyneinkenna á vinnumarkaði. Einnig fær Ísland prik í kladdann vegna grunnskólalaga en í þeim er bannað að mismuna á grundvelli kynhneigðar. Aukinheldur eru það almenn hegningarlög sem veita hinsegin fólki réttindi, þ.e. að bannað er að mismuna á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar þegar kemur að almennri þjónustu. Það sem þó skortir eru heildarlög fyrir intersex fólk (kyneinkenni) en aðeins er minnst á kyneinkenni í nýjum lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði en ekki öðrum lögum sem falla undir málaflokkinn. Hver eru næstu skref í þessum flokki? Að samþykkja almennileg lög er fjalla um réttindi intersex fólks, víkka þau lög sem fyrir eru og bæta þar inn kynvitund og kyneinkennum, leyfa blóðgjafir karla sem sofa hjá körlum, banna meðferð gegn samkynhneigðum og öðru hinsegin fólki sem og að setja stefnu til framtíðar er tekur á málaflokknum almennt. Fjölskylda Í þessum flokki skorar Ísland heil 83%, sem vafalaust telst mjög góður árangur. Árið 2010 voru ein hjúskaparlög samþykkt en með þeim gafst samkynja pörum kostur á að ganga í hjónaband. Samkynja pör eiga þess einnig kost að verða foreldrar og í lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna er öllum tryggt að eignast börn í gegnum tæknifrjógvun óháð kynhneigð til dæmis. Þrátt fyrir að margt gott hafi áunnist í þessum málaflokki á síðustu árum og áratugum þá eigum við enn eftir að setja almennileg lög er gera ráð fyrir trans foreldrum. 46% misrétti ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, gefur út Regnbogakort í maí ár hvert. Regnbogakortið greinir lagaleg réttindi hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Á sama tíma og kortið er góður samanburður á ríkjum álfunnar er það einnig mikilvæg heimild fyrir okkur sem vinnum í hagsmunabaráttu í hverju ríki. Samtökin ’78 hafa unnið náið með ILGA-Europe við uppfærslu kortsins og þurfa því að vera vel vakandi fyrir breytingum á lagaumhverfi hinsegin fólks. Ísland á Regnbogakortinu Regnbogakortinu er skipt upp í sex flokka: jafnrétti og bann við mismunun, fjölskyldumál, hatursglæpi og -áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi og loks málefni er tengjast alþjóðlegri vernd. 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.