Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2020, Blaðsíða 32
VIÐBURÐUR / EVENT
VIÐBURÐUR / EVENT
VIÐBURÐUR / EVENT
GILBERT & GEORG: THE GREAT EXHIBITION – OPNUN
GILBERT & GEORGE: THE GREAT EXHIBITION – OPENING
Hafnarhúsið, 6. ágúst kl. 20
Hafnarhúsið, August 6th, 8 pm
Sýningin – The Great Exhibition – veitir yfirgripsmikla sýn
yfir feril Gilberts og Georges sem hafa starfað saman sem
einn listamaður í meira en hálfa öld. Þeir hafa haft mótandi
áhrif á myndlist samtímans og eru þekktir fyrir að ryðja
braut gjörningalistar. Þeir hafa ögrað ríkjandi borgaralegum
hugmyndum um smekk og velsæmi og ekki síst stuðlað
að breyttum viðhorfum til samkynhneigðra og annarra
minnihlutahópa.
Frítt inn
Gilbert & George: The Great Exhibition gives a comprehensive
view of the career of Gilbert and George that have, for more
than half a century, worked together as one artist. They have
had a moulding effect on modern art and the path performance
art has gone. They have challenged the ruling civil ideas about
taste and decency and helped shape the attitude towards gays
and other minority groups.
Free admission
UPPÁHALDS LÖG HINSEGIN KÓRSINS
REYKJAVIK QUEER CHOIR PRESENTS ITS FAVORITE SONGS
Fríkirkjan í Reykjavík, 6. ágúst kl. 19
Miðaverð: 4.300 kr. í forsölu en hækkar 1. ágúst í 4.900 kr.
Fríkirkjan, Reykjavík, August 6th, 7 pm
Admission: 4.300 ISK in pre sale, 4.900 ISK after August 1st
Hinsegin kórinn heldur tónleika Í Fríkirkjunni í Reykjavík þar
sem strengjakvartettinn Lýra mun leika nýjar útsetningar með
kórnum. Á tónleikunum mun Hinsegin kórinn flytja fjölbreytt
lög, sem öll eiga það sameiginlegt að vera eftirlætislög
kórmeðlima.
Stjórnandi Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir
og píanóleikari er Halldór Smárason.
The Reykjavík Queer Choir performs a variety of songs all of which
resonate especially with the members.
Conductor Helga Margrét Marzellíusardóttir is joined by pianist
Halldór Smárason as the choir welcomes the string quartet, Lýra,
who will perform a number of string arrangements with the choir.
KVÖLDGANGA – HIN HLIÐIN Á REYKJAVÍK
EVENING WALK – QUEER IN REYKJAVIK
Borgarbókasafnið Grófinni, 6. ágúst kl. 20–21:30
Grófin Culture House, August 6th, 8–9:30 pm
Guðjón Ragnar Jónasson leiðir gesti um miðbæ Reykjavíkur og
bregður upp svipmyndum úr menningarheimi sem mörgum er
hulinn, segir grátbroslegar sögur úr leikhúsi næturlífsins en rifjar
einnig upp áfanga úr langri og strangri baráttu fyrir réttindum
og sýnileika hinsegin fólks.
Gangan hefst fyrir utan Borgarbókasafnið í Grófinni.
Þáttaka ókeypis, viðburðurinn fer fram á íslensku
The Evening Walk in downtown Reykjavik is where Guðjón Ragnar
Jónasson will lead guests on a stroll full of glances into a world
hidden to many. Guests will enjoy comical anecdotes from the local
nightlife as well as learn about milestones in the long and difficult
fight for equal rights and visibility. The tour will set off from Grófin
Culture House.
Free admission, the event is in Icelandic
32