Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Side 24

Skessuhorn - 13.01.2021, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202124 Framleiðslufyrirtækið norðan- fiskur á Akranesi, sem sérhæfir sig áframvinnslu sjávarafurða í stóreld- hús og neytendapakkningar, fagn- ar 20 ára afmæli á þessu ári. Fyrir- tækið hefur að undanförnu verið að þróa fjölda nýrra vörutegunda sem það hefur sett á markað og fengið góðar viðtökur og bíður nú upp á yfir 300 vörutegundir af sjávarfangi fyrir innanlandsmarkað. Fyrirtæk- ið var upphaflega stofnað á Akur- eyri árið 2001 en var flutt á Akranes tveimur árum síðar. HB Grandi, síðar Brim, keypti fyrirtækið 2014 en á síðasta ári keypti hópur fjár- festa, sem að stærstum hluta er frá Akranesi, fyrirtækið af Brimi og ætlar sér að verða leiðandi í gæðum og framboði í áframvinnslu sjávar- afurða á Íslandi. Rætt er við Sig- urjón Gísla jónsson framkvæmda- stjóra norðanfisks um markaðs- sókn fyrirtækisins og framtíðarsýn og sömuleiðis við Ingu Ósk jóns- dóttur stjórnarformann fyrirtækis- ins. Á góma ber m.a. tilurð þess að einstaklingar á Akranesi og af höf- uðborgarsvæðinu sáu tækifæri í að kaupa fyrirtækið, en einnig fram- tíðarsýn hennar sjálfrar. Hafa metnað í vöruþróun Sigurjón Gísli jónsson fram- kvæmdastjóri norðanfisks segir að fyrirtækið hafi mikinn metnað þeg- ar kemur að vöruþróun. „Við hjá norðanfiski höfum stöðugt ver- ið að auka vöruframboð og hef- ur fyrirtækið verið í mikilli sókn á innanlandsmarkaði á undanförn- um árum. Býður nú upp á um 300 vörutegundir af sjávarfangi. Með- al annars lax, humarhala, brauðaða fiskbita, þorsk, ýsu, síld og skelfisk. Við áframvinnum fiskinn og sjáum landsmönnum fyrir góðu sjávar- fangi og einbeitum okkur að ís- lenska markaðnum, sem er í versl- unum, veitingamarkaði og stór- eldhúsum,“ segir Sigurjón Gísli í samtali við Skessuhorn. Hann seg- ir að framleiðslu fyrirtækisins megi skipta upp í þrjá megin flokka; þ.e. laxavinnslu og áframvinnslu á laxi, brauðun fiskbita og svo framleiðslu á fiskréttum og öðrum pakkningum fyrir neytendamarkaðinn. Einnig er fyrirtækið orðið stór innflutn- ings- og heildsöluaðili á ýmiskonar sjávarfangi eins og rækju, skelfiski, humri, túnfiski og fleiru. Afurðirnar í Bónusverslunum „Afurðir okkar finnur þú í versl- unum Bónus út um land allt,“ seg- ir Sigurjón. „Við erum stöðugt að þróa þær afurðir sem sendar eru á markað. Við bjóðum upp á tilbúna fiskréttir í álbökkum beint í ofninn undir vörulínunni „Fiskréttir í mat- inn,“ brauðaður fiskur í ýmiskonar útfærslum og reyktur og grafinn lax og silungur. Einnig erum við með ferskan og frosinn lax. En í jóla- mánuðinum margfaldast salan á graflaxinum frá okkur og er hann á borðum um þrjátíu til fjörutíu þús- und heimila landsmanna um jólin. Ekki má gleyma heitreykta laxin- um sem er orðinn mjög vinsæll og gríðarlega ljúffengur. Heitreiktur lax er hollustuvara og er góður einn og sér sem millimál, en hægt er að gera skemmtilega rétti með honum líka svo sem forrétti. nú er einn- ig að koma úr vöruþróun hjá okku sósa sem hentar sérstaklega vel með heitreykta laxinum en það er nýja „Sælkera piparrótasósan“ okkar.“ Síldin að slá í gegn Þá segir Sigurjón Gísli að síldin frá norðanfiski hafi slegið í gegn. „Hugrún Sigurðardóttir, fram- leiðslustjóri fyrirtækisins sem hef- ur verið hjá norðanfiski frá upp- hafi, á uppskriftina af síldinni sem við köllum „Hátíðarsíld.“ Þetta er alvöru síldaruppskrift þ.e. pækil- og sykurverkuð lauksíld eins og svo margir þekkja, en hefur hingað til ekki verið í boði fyrir landsmenn í verslunum. Í gæðakönnunum þeg- ar síld fer í smökkun ómerkt fram- leiðendum hefur uppskrift Hug- rúnar alltaf þótt bragðast best. Þá er humarinn alltaf vinsæll, rækj- urnar og skelfiskurinn selst sérstak- lega vel fyrir jól og páska. Við eig- um þessar vörur alltaf til, en vegna takmarkana á veiðiheimildum á ís- lenskum humri flytjum við inn danskan og skoskan humar. Þetta er í raun sama varan en helsti munur- inn er að danski og skoski humar- inn er alla jafnan heldur smærri en sá íslenski. Þá höfum við verið að kynna nýja laxaplokkfiskinn okkar en það er einn af fiskréttunum sem kom úr vöruþróun hjá okkur í haust þ.e. laxaplokkfiskur með sætkar- töflum, piparrót og dilli, afskaplega skemmtilegur réttur sem allir ættu að prófa,“ segir Sigurjón. Heimilin að kaupa meira inn „Við höfum einnig verið að þróa hjá okkur eigin vörulínu í sósum undir heitinu Sælkerasósur norð- anfisks. Bæði eru þetta sósur sem henta vel með því sjávarfangi sem við seljum en einnig með öðrum mat. Graflaxsósan frá okkur kom á markað núna rétt fyrir jólin og svo er piparrótasósa að detta í verslan- ir núna á allra næstu dögum sem og fleiri sælkerasósur í kjölfarið. Við finnum fyrir aukinni fisksölu nú í faraldrinum. Fólk kemst minna á veitingahús og er þá að gera vel við sig heima fyrir með humri, skel- fiski og öðru skemmtilegu sjávar- fangi. Einnig sjáum við að heimilin kaupa meira heim og er hreinn fisk- ur, t.a.m. þorskur, ýsa og lax vörur sem fólk vill eiga heima í kistunni til að elda hefðbundinn heimils- mat,” segir Sigurjón. Fagna 20 ára afmæli á árinu norðanfiskur fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári. En fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 2001 í þeim tilgangi að selja vandaðar fiskaf- urðir til neyslu innanlands. Fyrir- tækið flutti starfsemi sína til Akra- ness árið 2003 þegar það samein- aðist Íslenskt-Franskt eldhúsi og bar sameinað félag nafnið norð- anfiskur. Upphaflega átti fyrirtæk- ið að framleiða og selja fiskafurð- ir á innanlandsmarkaði. Þróunin var hins vegar sú að markaðssvæði fyrirtækisins stækkaði fljótt og náði um meginland Evrópu. En fyrir- tækið dróg úr umsvifum sínum er- lendis og einbeitir sér nú að innan- landsmarkaði sem hefur skilað góð- um árangri. HB Grandi, nú Brim, keypti síðan allt hlutafé í norðan- fiski árið 2014, en í maí á síðasta ári keypti hópur fjárfesta frá Akra- nesi og af höfuðborgarsvæðinu allt hlutafé fyrirtækisins af Brim hf. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 manns í dag. Austfirðingur að upplagi Sigurjón er búinn að starfa sem framkvæmdastjóri norðanfisks frá árinu 2017. „Ég er fæddur og upp- alinn í neskaupstað og kynntist ég þar snemma útgerð og starfaði við hana til sjós og lands. Árið 1999 fór ég í sjávarútvegsfræði við Há- skólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan sem sjávarútvegsfræðingur árið 2003. Þegar ég tek við rekstri norðanfisks var ég nýfluttur heim frá Englandi en þar starfaði ég sem framkvæmdastjóri sjávarfangs hjá stórverslanakeðjunni Morrisons su- permarkets í þrjú ár. Kom þar m.a. að vöruþróun og vinnslu sjávar- fangs, sem ekki er ólíkt því sem við vinnum með í dag hjá norðanfiski og nýtist mér sú reynsla mjög vel. En auðvitað eru stærðargráðurn- ar og markaðurinn ekki sambæri- legur hér og í Englandi. Morrisons er með um 550 risaverslanir og 130 þúsund manna starfslið, en mark- aðssetningin og vörurnar þær sömu. Áður var ég sölustjóri og síðar fram- kvæmdastjóri alþjóðlegs söluteymis hjá Marel hf og starfaði á þeim tíma víðs vegar um heiminn. En þar áður var ég framleiðslustjóri hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum í sex ár,“ segir Sigurjón að endingu. Heimafólk í forystu „Við erum bjartsýn og sjáum mik- il tækifæri til sóknar,“ segir Inga Ósk jónsdóttir stjórnarformaður norðanfisks, en hún og eiginmaður hennar Gísli Runólfsson eru stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. „Við telj- um að norðanfiskur, sem á sér langa og farsæla sögu á Akranesi, eigi sér bjarta framtíð og að rekstrargrund- völlurinn sé góður. Fyrirtækið hefur verið að þróa fjölda nýrra vöruteg- unda sem hafa verið settar á mark- að og notið mikilla vinsælda. Við höfum til að mynda átt mjög gott samstarf við Bónus um að breyta og fjölga vörulínum hjá verslanakeðj- unni. Auk þess höfum við verið að þjónusta aðrar verslanir, veitinga- staði og stóreldhús,” segir Inga Ósk í samtali við Skessuhorn. Gefa í eftir faraldur „Sem dæmi um þau fyrirtæki sem við þjónustum er Isavia en eftir að kórónaveirufaraldurinn skall á þá drógust þau viðskipti saman og því lögðum við áherslu á að efla við- skipti okkar á nýjum vettvangi og er samstarfið við Bónus eitt að því. Við eru að undirbúa okkur og ætlum að verða tilbúin að gefa enn frekar í þegar faraldrinum líkur.“ Inga Ósk sagði að það hefði ver- ið öflugur hópur sem keypti fyrir- tækið af Brimi á síðasta ári. „Þetta er hópur sem vildi veðja á fram- tíðarsýn undir forystu Sigurjóns Gísla jónssonar framkvæmdastjóra norðanfisks. Einnig fannst okkur mikilvægt að fyrirtækið yrði áfram á Akranesi. Það sýndi styrk fjárfest- ingahópsins á þessum óvissutímum í íslensku efnahagslífi að fyrirhuguð var sókn frá Akranesi,“ segir Inga Ósk. „Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri var öflugur við það að fá fjár- festa að borðinu varðandi kaupin og á stóran þátt í kaupferlinu með ráðgjöf sinni og er sjálfur hluthafi. Einnig kom lögmannsstofan LEX með Örn Gunnarsson í farabroddi og KPMG að málinu. Einnig feng- um við Gísli til liðs við okkur fjár- festa úr Reykjavík,“ segir Inga Ósk og bætir við að upphafið að aðkomu þeirra að norðanfiski hefði verið sú að Kristján Baldvinsson, öðru nafni Kiddi pípari, hefði sett sig í samband við þau með þá hugmynd að fá þau í hóp fjárfesta til þess að kaupa norðanfisk, því fyrirtækið félli ekki lengur að rekstrarlíkani Brims og væri væntanlega að fara í söluferli. Inga Ósk segir að þeim hefði strax litist vel á hugmyndina. „Gísli hafði nýlega selt hlut sínn í Runólfi Hallfreðssyni og var opinn fyrir því að fjárfesta. úr varð að við komum að kaupunum og við erum bjartsýn. Við sjáum mikil tækifæri til sóknar hjá fyrirtækinu í náinni framtíð,“ segir Inga Ósk jónsdóttir að lokum. se Norðanfiskur á Akranesi styrkir stöðu sína á innanlandsmarkaði Öll áhersla lögð á ferskleika og vöruþróun Síðastliðið vor var skrifað undir kaup hóps fjárfesta á Norðanfiski sem þar með fór úr eigu Brims. Myndin var tekin við það tilefni en á henni eru fulltrúar kaupenda, seljenda og ráðgjafa við söluferlir. Á borðinu fyrir framan má sjá hluta af framleiðsluvörum Norðanfisks. Ljósm. mm. Sigurjón Gísli Jónsson framkvæmdastjóri Norðanfisks. Heitreyktur lax er nú meðal afurða fyrirtækisins.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.