Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Qupperneq 6

Skessuhorn - 24.03.2021, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 20216 Rótarý minnir á söfnun BORGARFJ: Rótarýklúbb- ur Borgarness minnir á söfn- unarátak klúbbsins til kaupa á stafrænum þjálfunarbún- aði fyrir slökkvilið Borgar- byggðar. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta greitt inn á reikning 0354-03-400624 kt. 530586-2009 í Arion banka í Borgarnesi fyrir 15. apríl nk. „Tökum nú hönd- um saman og styðjum fram- faramálefni í héraði,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum. -mm Styrkir til menningarfyr- irtækja og ein- yrkja LANDIÐ: Nú hefur ríkis- sjóður greitt út 357 millj- ónir króna í tekjufallsstyrki til rekstraraðila í menning- argeiranum og skapandi menningargreinum. Heild- arfjárhæð tekjufallsstyrkja er hins vegar níu milljarð- ar króna. Greiðsla styrkja til menningarfyrirtækja hófst í janúar en markmið þeirra er að styðja við einyrkja og fyrirtæki sem orðið hafa fyr- ir meira en 40% tekjufalli vegna sóttvarnaráðstafana eða takmarkana vegna Co- vid-faraldursins á tímabilinu frá apríl til október 2020. -mm Menningar- styrkir auglýstir B O R G A R B Y G G Ð : Menningarsjóður Borgar- byggðar auglýsir eftir um- sóknum í sjóðinn. Tilgang- ur hans er að efla menn- ingu í sveitarfélaginu og er sérstök rækt lögð á gras- rót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstak- linga og félagasamtök. „Um- sókninni þarf að fylgja sund- urliðuð kostnaðaráætlun fyr- ir verkefnið ásamt greinar- gerð. styrkþegar síðasta árs eru minntir á að skila inn skýrslu um framgang og lok verkefnis fyrir næstu styrk- veitingu. skýrsluskil eru skilyrði fyrir styrkveitingu til nýrra verkefna. Umsækjend- ur eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins áður en um- sókn er lögð inn,“ segir í til- kynningu. sótt er um raf- rænt í gegnum þjónustugátt á borgarbyggd.is og þarf að vera búið að skila inn um- sókn fyrir 7. apríl nk. -mm Landaði salti í höfnunum SNÆFELLSNES: saltskipið Wilson Cork kom til hafnar í Ólafsvík síðastliðinn föstudag og lóðsaði björgunarbátur- inn Björg það síðasta spölinn. Það voru starfsmenn Ragnars og Ásgeirs sem sáu um upp- skipunina en alls var skipað upp 1200 tonnum í Ólafsvík. Fóru 500 tonn í KG fiskverk- un í Rifi, 200 tonn í Valafell í Ólafsvík og 500 tonn voru sett á lager. Þaðan fór skip- ið til Grundarfjarðar þar sem Djúpiklettur sá um uppskip- un á mánudaginn og var skip- að upp 500 tonnum þar á lag- er. Loks lagði skipið af stað til stykkishólms í gærmorgun. -þa Fjallað um sam- einingu BÍ og búgreinafélaga LANDIÐ: Búnaðarþing fór fram á mánudag og í gær, þriðjdag, í súlnasal Hótels sögu. Gert var ráð fyrir að þinginu lyki síðdegis í gær, eftir að blaðið var sent í prent- un. stærsta mál þingsins var tillaga sem gengur meðal ann- ars út á sameiningu Bænda- samtök Íslands og búgreina- félaganna – og breyta þar með félagskerfi landbúnaðarins. -mm samtök sveitarfélaga á Vesturlandi settu af stað verkefnið „Nýsköpun- arnet Vesturlands“ á dögunum en það hlaut styrk í desember 2020 úr stefnumótandi byggðaáætlun fyr- ir árin 2018-2024 sem ætlað er að styðja sértæk verkefni sóknaráætl- anasvæða. Verkefnið Nýsköpunar- net Vesturlands felst í því að tengja saman þá sem vinna að nýsköpun á Vesturlandi og efla þau nýsköp- unarsetur og samvinnurými sem eru að stíga sín fyrstu spor í flest- um sveitarfélögum í landshlutan- um. Á svæðinu eru auk þess tveir háskólar, þrír framhaldsskólar, sí- menntunarmiðstöð, þekkingarset- ur og öflugt atvinnulíf. Markmiðið með Nýsköpunarnetinu er m.a. að tengja saman setrin og hið öfluga þekkingarsamfélag sem er á Vest- urlandi. Nýsköpunarsetrin og samvinnu- rýmin verða í lykilhlutverki í ný- sköpunarnetinu. stefnt er að því að þar verði hægt að nálgast fag- legan stuðning og sækja erindi og fræðslu um frumkvöðla og nýsköp- un. Nýsköpunarnetið stuðli þann- ig að aukinni umræðu og skoð- anaskiptum og efli tækifæri til at- vinnusköpunar á Vesturlandi. Í nýskipaðri verkefnastjórn Ný- sköpunarnetsins sitja Gísli Gísla- son sem er formaður stjórnarinn- ar, Helena Guttormsdóttir, stefán Valgarð Kalmansson, Jakob Krist- jánsson og Rut Ragnarsdóttir. starfsmaður verkefnisstjórnar er Helga Guðjónsdóttir atvinnuráð- gjafi. Jafnframt sitja fundi stjórn- arinnar Ólafur sveinsson atvinnu- ráðgjafi og Páll Brynjarsson fram- kvæmdastjóri. „Verkefnastjórnin hittist á fyrsta fundi nýverið þar sem farið var yfir stöðuna á Vest- urlandi og línur lagðar um næstu skref. skemmtilegar umræður sköpuðust um málið og verkefna- stjórnin hlakkar til áframhaldandi vinnu við Nýsköpunarnet Vestur- lands,“ segir í frétt ssV af fund- inum. mm Nýsköpunarnet Vesturlands verður til Fengu viðurkenningar fyrir úrvalsmjólk hjá Auðhumlu Hefð er fyrir því að halda deildar- fundi Auðhumlu svf. í marsbyrj- un ár hvert. Á síðastliðnu ári var þó beygt út af þeirri venju þar sem fundurinn var haldinn í júníbyrjun vegna Covid-19. Þann 18. mars sl. var deildarfundur Auðhumlu hér á svæðinu haldinn með rafrænu formi. svæðið var óvenju stórt sem lá undir fundinum, eða allt frá Mos- fellsdal að skagafirði. Fundarstjóri ásamt forsvarsmönnum Auðhumlu svf. og Ms ehf. voru stödd í fund- arherbergi í höfuðstöðvum Ms á Bitruhálsi í Reykjavík. Forsvars- menn fóru yfir drög að ársreikning- um félaganna og málefni þeirra. Þá var nýbreytni að kosningar til trún- aðarstarfa fóru fram með rafrænum hætti á fundinum og gengu þær vel fyrir sig. Að venju voru veittar viðurkenn- ingar til bænda sem höfðu fram- leitt úrvalsmjólk á árinu 2019. Þeir voru (á svæðinu snæfellsnes- og Mýrasýsludeild, Borgarfjarðar- deild og Hvalfjarðardeild): Hæg- indi og Brekkukot í Borgarfjarð- ardeild, Gunnlaugsstaðir, Dals- mynni, stakkhamar, syðri-Knarr- artunga og Nýja-Búð í snæfellsnes- og Mýrasýsludeild og Neðri-Háls í Hvalfjarðardeild. Venja er fyrir að aðalfundur Auð- humlu sé haldinn í apríllok. Hvort það næst og með hvaða hætti ræðst af stöðu heimsfaraldurs, sem er óútreiknanlegur. Laufey Bjarnadóttir

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.